Skipulags- og framkvæmdanefnd
20. fundur
29. október 2024
kl.
16:00
-
17:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Kristinn Þór Jónasson
varaformaður
Elís Pétur Elísson
aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason
sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Staða verkefnisins endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna
Staða verkefnisins endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna, erindi frá Vegagerðinni. Sviðsstjóra falið að setja sig í samband við Vegagerðina og fylgja eftir áherslum sveitafélagsins.
2.
Umsögn varðandi vindorkugarð í Fljótdalshreppi
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna vindorkugarðs í Fljótsdalshreppi, nr. 1259/2024: Kynning matsáætlunar (Mat á umhverfisáhrifum) Kynningartími er frá 21.10.2024 til 19.11.2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að vinna að umsögn í samráði við bæjarstjóra og leggja fyrir nefndina.
3.
Umsókn um stækkun á lóð fyrir bílastæði
Óskað er eftir stækkun á lóð að Hafnarbraut 40 fyrir bílastæði. Skipulags- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við beiðni um stækkun lóðar þar sem um er að ræða svæði þar sem búið er að koma fyrir lögnum vegna byggingar Hafnargötu 38-40 og þar að leiðandi ekki gert ráð fyrir öðrum bílastæðum en sem nú þegar eru við húsið.
4.
Olíutankar á Reyðarfirði.
Minnisblað vegna skipulagsmála að Óseyri 2,4 og 6 á Reyðarfirði framlagt. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við bæjarrstjóra að halda áfram viðræðum við lóðarhafa um framtíð starfsemi þeirra.
5.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024. Fundargerð nr.180 og 181 lagðar fram til kynningar.
6.
Opnunartími móttökustöðvar á Stöðvarfirði
Opnunartími móttökustöðvar á Stöðvarfirði. Erindi frá Sterkum Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd hefur nú til skoðunar málefni tengd móttökustöðvum og sorphirðu á næstu mánuðum í vinnu sinni. Erindinu er vísað til skoðunar í þeirri vinnu.