Skipulags- og framkvæmdanefnd
22. fundur
20. nóvember 2024
kl.
16:15
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Kristinn Þór Jónasson
varaformaður
Elís Pétur Elísson
aðalmaður
Benedikt Jónsson
varamaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason
sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Byggingarleyfi Mýrargata 10 - breytingar inni
Byggingarleyfi Mýrargata 10 - breytingar inni. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2.
Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun
Sótt er um breytingu á notkun að Búðareyri 25, 1.hæð. Fyrir er leyfi á einni íbúð. Skipulags- og framkvæmdanefnd fór yfir málið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna frekar að málinu og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Framkvæmdaleyfi til að leggja rafstreng auk ljósleiðara
Sjálfstætt framhald af núverandi verkefni RARIK, Mjóeyri-Eskifjöðrur. 650m lagnaleið, svo að verkið tekur stuttan tíma. Plægður er niður rafstrengur fyrir RARIK auk ljósleiðara. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Umsókn um að hafa klæddan gám á íbúðarhúsalóð
Umsókn um að hafa klæddan gám á íbúðarhúsalóð. Skipulags- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem gámurinn stendur á lóðamörkum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fara yfir málið með umsækjanda.
5.
Umsókn um lóð Naustavegur 10
Umsókn um lóð Naustaveg 10. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn lóðarinnar og vísar erindinu í bæjarráð.
6.
Umsókn um lóð Árdalur 15 Eskifirði
Umsókn um lóð að Árdal 15, Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn lóðarinnar og vísar erindinu í bæjarráð.
7.
Umsókn um lóð Daltún 7
Umsókn um lóð Daltún 7. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt lóðarumsóknina og vísar henni í bæjarráð. Jafnframt samþykkir skipulags- og framkvæmdanefnda að úthlutun lóða í Daltúni sé gert að taka inn hitaveitu tengingu.
8.
Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð
Yfirferð og staða úrgangsmála í Fjarðabyggð. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra og bæjarstjóra að fara í viðræður við aðila sem koma að úrgangsmálum í Fjarðabyggð. Einnig að hefja undirbúning að gerð útboðsgagna vegna útboðs sem fram þarf að fara á árinu 2025.
9.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Óseyri 1
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Óseyri 1. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir endurnýjun á lóðarleigusamningi og óverulega breytingu á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti, vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10.
Umsókn um auka lóð Strandgata 58 Esk
Strandgata 58, Eskifirði er eignarlóð. Sótt er um leigulóð til vesturs fyrir sólpall. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti úthlutun á lóðinni og vísar málinu í bæjarráð.
11.
Smávirkjun í uppsprettuá
Kynning vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar í uppsprettuá. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að svara erindinu og vinna málið áfram.