Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

23. fundur
11. desember 2024 kl. 16:15 - 17:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Birkir Snær Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Aðalskipulag breyting tjaldsvæði Eskifirði
Málsnúmer 2401199
Óveruleg breyting á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040. Breyting, tjaldsvæði Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Byggingarleyfi Mýrargata 10 breytingar á anddyri og salernisaðstöðu.
Málsnúmer 2412007
Byggingarleyfi Mýrargata 10 breytingar á anddyri og salernisaðstöðu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Bakkar 2 vegna Sæbakka 28.
Málsnúmer 2410129
Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Bakkar 2 vegna stækkunar lóðar að Sæbakka 28. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Byggingarleyfi Miðdalur 18-20
Málsnúmer 2412001
Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhús að Miðdal 18-20, Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir Miðdal 15,17 og Árdal 18,16 og leggja fyrir fund að nýju.
5.
Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3
Málsnúmer 2411122
Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Reyðarfjarðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir Búðareyri 11, Búðargötu 1,2 og 5 og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun
Málsnúmer 2410182
Umsókn um breytta notkun og byggingarleyfi fyrir Búðareyri 25, Reyðarfirði. Minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fyrir. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra tillögu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fyrir nefndina til umræðu að nýju.
Viðhengi
Minnisblað
7.
Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Randversstaða
Málsnúmer 2412003
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Randversstaða. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir áformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
8.
Byggingarleyfi Hlíðargata 2 - bílskúr
Málsnúmer 2411115
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Hlíðargötu 2, 740 Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Niðurstaða grendakynningar vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9.
Ósk um stækkun lóðar
Málsnúmer 2409124
Kaldvík hefur óskað eftir að fá að stækka lóð sína við Strandgötu 18 á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkti stækkun lóðar Kaldvíkur fyrir sitt leyti fá 317.fundi sínum og vísaði til Skipulags- og framkvæmdanefndar. Frágangi lóðar skal hagað þannig að ekki sé aðgengi af lóð Kaldvíkur inn á hafnarsvæðið vegna hafnarverndar og afmörkun sé í samræmi við reglur hafnarverndar.

Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að hafa samband við umsækjendur og óska eftir gögnum vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi og leggja þau fyrir nefndina að nýju.
10.
Umsókn um lóð Kirkjubólseyri 12
Málsnúmer 2411133
Umsókn um lóð Kirkjubólseyri 12. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti lóðarúthlutunina og vísar henni til bæjarráð.
11.
Endurgerð upptakastoðvirkja í Drangagili
Málsnúmer 2310177
Vísað frá bæjarráði til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd minnisblaði Verkís vegna endurgerðar upptakastoðvirkja í Drangagili. Bæjarráð samþykkti framlagðar tillögur að endurgerð upptakastoðvirkjanna fyrir sitt leyti og fól bæjarstjóra að vera í samskiptum við Ofanflóðasjóð vegna þeirra. Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur undir samþykkt bæjarráðs.
12.
Snjallvigtarlausnin Vitvog fyrir endurvinnslu og grenndarstöðvar og Botek
Málsnúmer 2411161
Kynning á snjallvigtarlausninni Vitvog fyrir endurvinnslu og grenndarstöðvar og Botek. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna og vísar henni til skoðunar í tengslum við vinnu í úrgangsmálum.
13.
Fyrirspurn um opnunartíma á Móttökustöðva í Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2411206
Fyrirspurn um nýtingu móttökustöðva. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að svara viðkomandi.