Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

5. fundur
20. mars 2024 kl. 16:00 - 17:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Stefán Þór Eysteinsson varaformaður
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Melbrún 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2401222
Melbrún 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Grenndarkynningu lokið, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2.
730 Búðareyri 15 - Umsókn um byggingarleyfi, breytingar innandyra
Málsnúmer 2205122
730 Búðareyri 15 - Umsókn um byggingarleyfi, breytingar innandyra. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Hlíðargata 7-9 - 750 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2403177
Hlíðargata 7-9 - 750 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform fyrir íbúum og leggja niðurstöðu grendarkynningar fyrir nefndina.
4.
Umsókn um lóð Mógerði 1
Málsnúmer 2403086
Umsókn um lóð Mógerði 1. Einnig er sótt um 5m stækkun lóðarinar til suðurs. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni með fyrirvara um að hægt sé að stækka hana um 5 metra til suðurs og vísar erindinu í bæjarráð.
5.
Framkvæmdaleyfi Stöðvarfjörður strenglögn
Málsnúmer 2403090
Framkvæmdaleyfi Stöðvarfjörður strenglögn. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að eiga samtal varðandi lítilsháttar breytingar á lagnaleið ef kostur er. Lagt fyrir að nýju þegar niðurstöður þess samtals liggja fyrir.
6.
Framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara Fásk
Málsnúmer 2403124
Framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
7.
Hoppubelgur, strandblakvöllur og útiæfingatæki Norðfirði ný staðsetning
Málsnúmer 2308072
Lögð fyrir hugmynd að nýrri staðsetningu ofan Starmýri á hoppubelg, strandblaksvelli og útiæfingatækjum á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir hugmynd að nýrri staðsetningu.
Viðhengi
Staðsetning
8.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2403145
Umsókn um stöðuleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til 30.09.2024 eins og umsækjandi fer framá.
9.
Hundasvæði á Norðfirði
Málsnúmer 2403127
Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið og vísað til skoðunar hjá verkefnastjóra umhverfismála.
10.
Brekkugata 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2403188
Brekkugata 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform fyrir íbúum og leggja niðurstöðu grendarkynningar fyrir nefndina.