Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

9. fundur
8. maí 2024 kl. 16:00 - 18:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Benedikt Jónsson varamaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2404177
Lagðar fram tillögur og minnisblað frá sprettfundi um úrgangsmál 24.4. 2024 auk minnisblaðs um viðræður við forsvarsmenn Kubbs. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
2.
Æðavarp í landi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2402161
Vísað frá bæjarráði til skipulags- og framkvæmdanefndar áframhaldandi vinnslu á útfærslu á æðavarpi í landi Kollaleiru. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 15. maí 2023 að landsvæðið fyrir æðavarp í Kollaleirulandi verði ekki boðið út heldur verði landsvæðið sem almennt land í eigu Fjarðabyggðar án heimilda til nota af neinu tagi og sé opið almenningi. Skipulags- og framkvæmdanefnd stendur við fyrri ákvörðun um að friðlýsa æðavarpi í landi Kollaleiru og bjóða nytjar þess út í kjölfar friðlýsingar.
3.
Breyting á samþykkt um fiðurfé
Málsnúmer 2404096
Vísað frá bæjarráði til skipulags- og framkvæmdanefndar að nýju til áframhaldandi vinnu og útfærslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að breytingum á samþykkt um fiðurfé og vísar erindinu í bæjarráð.
4.
Hlíðargata 7-9 - 750 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2403177
Hlíðargata 7-9 - Niðurstaða grenndarkynningar kynnt. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
5.
Austurvegur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2404075
Austurvegur 4 - Niðurstaða grenndarkynningar kynnt. Grenndarkynning samþykkt með undirskriftum. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Erindinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
6.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85a
Málsnúmer 2405013
Óskað eftir stækkun á lóð að Skólavegi 85a. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti stækkun lóðarinnar í samræmi við lóðarblað og vísar erindinu til bæjarráðs.
7.
Bakkabakki 2b - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2404086
Óskað eftir stækkun á lóð að Bakkabakka 2b. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti breytingar á lóðamörkum Bakkabakka 2b og Nesgötu 40 í samræmi við tillögu frá umsækjanda. Nefndin vísar erindinu í bæjarráð.
8.
Egilsbraut 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2404156
Egilsbraut 22 - Niðurstaða grenndarkynningar kynnt. Grenndarkynning samþykkt með undirskriftum. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Erindinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
9.
Viðhald og nýframkvæmdir gatna Fjarðabyggð 2024
Málsnúmer 2404016
Lögð fram að nýju áætlun vegna viðhalds og framkvæmda gatna Fjarðabyggðar 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að áætlun um viðhald og framkvæmdir gatna fyrir árið 2024.
10.
Framkvæmdaleyfi Efnistaka við Breiðdalsá
Málsnúmer 2404203
Umsókn Vegagerðarinar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Breiðdalsá. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
11.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025
Málsnúmer 2404221
Farið yfir fyrirhugaða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025.Teknar verða fyrir starfsáætlanir málaflokka skipulags- og framkvæmdanefndar á næstu fundum nefndarinnar. Sviðstjóra og stjórnendum málaflokka falið að vinna drög að starfsáætlun.
12.
Uppbygging hleðsluinnviða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2404123
Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdanefnd bréfi frá Orku náttúrunnar um uppbyggingu hleðsluinnviða. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að ræða við forsvarsmenn Orku náttúrunnar.
13.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
Málsnúmer 2308085
Framlögð niðurstaða Fiskeldissjóðs um úthlutun framlaga til verkefna sem Fjarðabyggð sótti um á árinu 2024. Stjórn fiskeldisjóðs hefur úthlutað 437,2 milljónum kr til sextán verkefna í sjö sveitarfélögum. Af því var úthlutað til Fjarðabyggðar 151.840.000 kr. til fjögurra verkefna. Fráveita á Breiðdalsvík, seinni hluti, hreinsivirki, samtals úthlutað 26.494.000 kr. Kaup á slökkvibifreið, Fjarðabyggð, samtals úthlutað 44.452.000 kr. Leikskólinn Dalborg, Eskifirði, innanhúsfrágangur, samtals úthlutað 40.447.000 kr. Lenging Strandabryggju, Fáskrúðsfirði samtals úthlutað 40.447.000 kr. Skiulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og samþykkir tillögu að afgreiðslu á fjárhæðum samkvæmt minnisblaði.
14.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
Málsnúmer 2308105
Vísað frá bæjarráði til skipulags- og framkvmdanefndar niðurstöðu í úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en Fjarðabyggð fékk úthlutað í verkefnin Bleiksársfoss, hönnun kr. 2.460.080 og Streitishvarf, göngustígar kr. 25.000.000. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
15.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024
Málsnúmer 2404185
Fundargerð 178. fundar Heilbrigðisnefnd Austurlands. Skipulags- og framkvæmdarnefnd þakkar kynninguna.
16.
Fundaáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar vor 2024
Málsnúmer 2401189
Fundaáætlun skipulags- og framkvæmdanefnd 2024 lögð fram. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða fundaráætlun.
17.
Uppsetning á póstboxi á Stöðvarfirði
Málsnúmer 2404082
Tillaga að staðsetningu fyrir póstbox á Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu að staðsetningu fyrir sitt leyti.
18.
Breiðimelur 1-3-5-7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2405031
Breiðimelur 1-3-5-7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin.