Stjórn menningarstofu og safnastofnunar
12. fundur
26. september 2023
kl.
16:30
-
19:25
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Birta Sæmundsdóttir
formaður
Margrét Sigfúsdóttir
varamaður
Elsa Guðjónsdóttir
aðalmaður
Ingunn Eir Andrésdóttir
varamaður
Benedikt Jónsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar, drög starfsáætlunar og áherslur en áætlun verður tekin fyrir á næsta fundi stjórnarinnar.
2.
Gjaldskrá félagsheimila 2024
Gjaldskrá félagsheimila 2024 lögð fram til umfjöllunar.
Stjórn samþykkir að fela bæjarritara og forstöðumanni menningarstofu að ræða við Slysavarnardeildina Hafdísi um samræmingu gjaldskrár.
Stjórn samþykkir að fela bæjarritara og forstöðumanni menningarstofu að ræða við Slysavarnardeildina Hafdísi um samræmingu gjaldskrár.
3.
Gjaldskrá bókasafna 2024
Gjaldskrá bókasafna 2024 lögð fram til umfjöllunar.
Stjórnin óskar eftir upplýsingum um sektargjöld vegna bókaskila. Jafnframt er bæjarritara falið að leita álits forstöðumanna á gjaldskrármálum.
Stjórnin óskar eftir upplýsingum um sektargjöld vegna bókaskila. Jafnframt er bæjarritara falið að leita álits forstöðumanna á gjaldskrármálum.
4.
Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025
Gjaldskrá minjasafna 2025 lögð fram til umfjöllunar.
Stjórnin samþykkir að hækka alla gjaldskrárliði um 100 kr.
Stjórnin leggur til að felld verði út ákvæði um gjaldfrjálsan aðgang að söfnum gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts en í stað þess verði tekin upp nýr gjaldskrárliður sem gildi í tiltekið safn og veiti aðgang í eitt ár að því safni. Gjaldið nemi 2.500 kr. Vísað til bæjarráðs.
Stjórnin samþykkir að hækka alla gjaldskrárliði um 100 kr.
Stjórnin leggur til að felld verði út ákvæði um gjaldfrjálsan aðgang að söfnum gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts en í stað þess verði tekin upp nýr gjaldskrárliður sem gildi í tiltekið safn og veiti aðgang í eitt ár að því safni. Gjaldið nemi 2.500 kr. Vísað til bæjarráðs.
5.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Tekið fyrir að nýju umræða um menningarmót sem samþykkt var að halda í nóvember á tveimur stöðum sem hluta að undirbúningi fyrir endurskoðun menningarstefnu Fjarðabyggðar.
Menningarmót verða tvö á milli kl. 17:00 og 18:30. Þann 14. nóvember í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði og 15. nóvember í Skrúð á Fáskrúðsfirði.
Menningarmót verða tvö á milli kl. 17:00 og 18:30. Þann 14. nóvember í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði og 15. nóvember í Skrúð á Fáskrúðsfirði.
6.
Lúðvíkshúsið endurbyggt
Farið yfir stöðu mála í endurbyggingu Lúðvíkshúss að Þiljuvöllum og áætlanir um starfsemi þess.
Stjórn vísar til mannvirkja og veitunefndar að framkvæmdum við endurbyggingu Lúðvíkshúss verði lokið á árinu 2024 og gert verði ráð fyrir fjármagni til verksins í fjárfestingaráætlun.
Stjórn vísar til mannvirkja og veitunefndar að framkvæmdum við endurbyggingu Lúðvíkshúss verði lokið á árinu 2024 og gert verði ráð fyrir fjármagni til verksins í fjárfestingaráætlun.