Fara í efni

Stjórn menningarstofu og safnastofnunar

13. fundur
10. október 2023 kl. 16:30 - 19:23
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Birta Sæmundsdóttir formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Elsa Guðjónsdóttir aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður
Benedikt Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Málsnúmer 2305067
Framlögð drög fjárhagsáætlunar menningarmála til umræðu ásamt drögum starfsáætlunar. Stjórn fór yfir launaáætlun að nýju og leggur til forgangsröðun í niðurskurði í launaáætlun og vísar tillögum til bæjarráðs samanber beiðni þess.
Stjórn vísar tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir menningarmálaflokkinn til afgreiðslu bæjarráðs. Starfsáætlun tekin síðar til umfjöllunar.
2.
Gjaldskrá bókasafna 2024
Málsnúmer 2309057
Gjaldskrá bókasafna 2024 lögð fram að nýju til umfjöllunar með upplýsingum um sektargjöld vegna bókaskila. Jafnframt framlagt álit forstöðumanna bókasafna á gjaldskrárbreytingum.
Stjórnin samþykkir að fella út gjald fyrir afnot af bókum fyrir almenning og ákvæði um gjaldfrjáls afnot gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts. Aðrir liðir gjaldskrár hækka um 5,8%. Vísað til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá félagsheimila 2024
Málsnúmer 2309058
Gjaldskrá félagsheimila 2024 lögð fram til umfjöllunar að nýju eftir samráð við Slysavarnardeildina Hafdísi um samræmingu gjaldskrár Skrúðs við önnur félagsheimili.
Stjórnin samþykkir gjaldskrána með 5,8% hækkun á gjaldskrárliðum. Vísað til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025
Málsnúmer 2309204
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar tók að nýju upp gjaldskrá minjasafna í Fjarðabyggð.
Stjórn samþykkir minniháttar breytingar á gjaldskrá minjasafna og vísar henni að nýju til afgreiðslu bæjarráðs ásamt því að fela bæjarritara að útfæra hana í samræmi við áherslur á fundi.