Fara í efni

Stjórn menningarstofu og safnastofnunar

14. fundur
7. nóvember 2023 kl. 16:30 - 18:21
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Birta Sæmundsdóttir formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Elsa Guðjónsdóttir aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður
Benedikt Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Málsnúmer 2305067
Fram lögð til kynningar starfsáætlun fyrir menningarmál eins og hún var lögð fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu.
2.
Erindi varðandi niðurfellingu fasteignagjalda
Málsnúmer 2310047
Fram lögð til kynningar afgreiðsla bæjarráðs á erindi frá Víkinni fögru um styrk til greiðslu fasteignaskatts af Frystihúsinu í Breiðdal.
3.
Bréf varðandi Egilsbúð
Málsnúmer 2310119
Framlagt bréf Árshátíðarnefndar HSA 2023 vegna Egilsbúðar á Norðfirði.
Stjórnin felur bæjarritara að fara yfir þær ábendingar sem fram koma í erindi nefndarinnar.
4.
Menningarmót í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2211009
Farið yfir undirbúning og skipulag dagskrár á menningarmótunum sem haldin verða 14. og 15. nóvember n.k.
Unnið verður áfram að undirbúningi af hálfu menningarstofu ásamt stjórn þar sem mótað verði skipulag fyrir skemmtilegt mót.