Fara í efni

Stjórn menningarstofu og safnastofnunar

15. fundur
9. janúar 2024 kl. 16:40 - 18:33
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Birta Sæmundsdóttir formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Elsa Guðjónsdóttir aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður
Benedikt Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2211009
Fjallað um afrakstur vinnu á menningarmótum sem haldin voru í nóvember og farið yfir framahald vinnu við endurskoðun menningarstefnunnar.
Vinnu verður framhaldið við endurskoðun stefnunnar og hún tekin upp síðar.
2.
Menningarstyrkir 2024
Málsnúmer 2401038
Farið yfir reglur um úthlutun menningarstyrkja og fyrirkomulag umsókna og afgreiðslu þeirra á árinu 2024.
Stjórn samþykkir að auglýst sé eftir umsóknum um menningarstyrki Fjarðabyggðar fyrir 12. febrúar 2024.
3.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2023
Málsnúmer 2011203
Fjallað um breytingar á rekstri í menningarmálaflokki með tilkomu samþykktar bæjarstjórnar á breytingum á stjórnkerfi. Framlögð innkomin bréf sem tengjast breytingum.
4.
Fundargerðir Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 2312152
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sjóminjasafns Austurlands frá 21. desember sl.
5.
Skapandi sumarstörf 2023
Málsnúmer 2311075
Framlögð til kynningar lokaskýrsla skapandi sumarstarfa 2023.
Stjórnin fagnar árangursríku starfi.
6.
Uppbyggingarsjóður 2023 - umsóknir og styrkveitingar
Málsnúmer 2309072
Farið yfir styrkveitingar sem fengust úr uppbyggingarsjóði Austurlands en veittar voru ein milljón til fjölbreyttra listasmiðja og listsýninga í Fjarðabyggð 2024, Innsævi og fl. auk einnar milljónar til upptaktsins. Ekki fékkst styrkur til þróunar Gallerís í Þórsmörk.
7.
Verkefni menningarstofu 2024
Málsnúmer 2401039
Forstöðumaður menningarstofu kynnti dagskrá menningarstofu næstu misseri.