Stjórn menningarstofu og safnastofnunar
2. fundur
7. september 2022
kl.
16:30
-
18:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
formaður
Birta Sæmundsdóttir
varaformaður
Bjarki Ingason
aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm
aðalmaður
Ingunn Eir Andrésdóttir
varamaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023
Framlögð samþykkt fjárhagsramma fyrir menningarmálaflokkinn 2023. Fjármálastjóri kynnti fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið með áætlunargerðinni fyrir árið 2023.
Stjórn felur bæjarritara og starfsmönnum málaflokksins að vinna að markmiðum áætlunargerðarinnar og gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og leggja fyrir næsta fund stjórnarinnar sem verður þriðjudaginn 20. september 2022.
Stjórn felur bæjarritara og starfsmönnum málaflokksins að vinna að markmiðum áætlunargerðarinnar og gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og leggja fyrir næsta fund stjórnarinnar sem verður þriðjudaginn 20. september 2022.
2.
Starfshópur um framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Tekið fyrir á fundi stjórnar 24.6.2022 sem samþykkti að vísa frekari umfjöllun til fundar stjórnarinnar um fjárhagsáætlun ársins 2023.
Stjórnin samþykkir að fela forstöðumanni safnastofnunar að kanna möguleika á heimsókn nema námsbrautar í safnafræði hjá HÍ til að meta valkosti sem fram koma í minnisblaði starfshópsins. Miðað verði við að heimsókn þeirra verði á vorönn. Tekið fyrir á næsta fundi.
Stjórnin samþykkir að fela forstöðumanni safnastofnunar að kanna möguleika á heimsókn nema námsbrautar í safnafræði hjá HÍ til að meta valkosti sem fram koma í minnisblaði starfshópsins. Miðað verði við að heimsókn þeirra verði á vorönn. Tekið fyrir á næsta fundi.
3.
Nesskóli - Tónskóli - bókasafn viðhaldsverkefni
Farið yfir málefni bókasafns á Norðfirði.
Forstöðumaður safnastofnunar fór yfir viðhaldsframkvæmdir í safninu og verður safnið lokað næstu vikur. Ef áætlanir ganga eftir þá verður safnið opnað seinnipart september.
Forstöðumaður safnastofnunar fór yfir viðhaldsframkvæmdir í safninu og verður safnið lokað næstu vikur. Ef áætlanir ganga eftir þá verður safnið opnað seinnipart september.
4.
Konur, draumar og brauð
Vísa frá bæjarráði til umsagnar stjórnar menningarstofu og safnastofnunar beiðni um styrk til gerðar heimildarmyndar, Konur, draumar og brauð. Um er að ræða 80 mín leikin heimildarmynd og þakkaróður til kvenna sem hafa staðið vaktina við matargerð, bakstur og þjónustu við gesti og gangandi í gegnum tíðina.
Stjórnin vísar erindi áfram til úthlutunar nefndarinnar í febrúar 2023.
Stjórnin vísar erindi áfram til úthlutunar nefndarinnar í febrúar 2023.
5.
Söguritun í Fjarðabyggð
Ritun sögu Fáskrúðsfjarðar er lokið. Útgáfuhóf verður haldið 15. september 2022 í Skrúði með upplestri og kynningu bókarinnar.
Stjórnin fagnar útgáfu verksins og þakkar söguritara og þeim sem komu að og studdu við útgáfu ritverksins sem er í þremur bindum.
Stjórnin fagnar útgáfu verksins og þakkar söguritara og þeim sem komu að og studdu við útgáfu ritverksins sem er í þremur bindum.
6.
Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi
Framlögð drög að stefnuskjali ásamt minnisblað um bátaarfinn til kynningar.
Aðgerðaáætlun fylgir stefnunni.
Aðgerðaáætlun fylgir stefnunni.
7.
Menningarverðlaun SSA - Óskað eftir tilnefningum 2022
Tilnefning til menningarverðlauna SSA árið 2022. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd.
Fram lagt og kynnt.
Fram lagt og kynnt.
8.
Uppsetning sýningar um starfsemi
Framlagður tölvupóstur frá Alcoa Fjarðaáli um uppsetningu sýningar um starfsemi fyrirtækisins og starfsmenn þess, „Lífið í þorpinu“.
Stjórninni líst vel á hugmyndina og felur forstöðumanni menningarstofu að vinna að uppsetningu sýningarinnar og þá í samstarfi við skipulags- og umhverfisfulltrúa.
Stjórninni líst vel á hugmyndina og felur forstöðumanni menningarstofu að vinna að uppsetningu sýningarinnar og þá í samstarfi við skipulags- og umhverfisfulltrúa.