Stjórn menningarstofu og safnastofnunar
3. fundur
20. september 2022
kl.
16:30
-
19:05
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
formaður
Birta Sæmundsdóttir
varaformaður
Bjarki Ingason
aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm
aðalmaður
Benedikt Jónsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023
Framlögð drög að áætlun sem rædd var á síðasta fundi og farið yfir rekstrarþætti sem skoðaðir verða betur.
Stjórn menningar- og safnastofnunar felur sviðsstjóra að vinna áfram að áætlunargerð og leggja fyrir nefndina að nýju 11. október n.k. Stjórnin vísar til mannvirkja- og veitunefndar að kanna með hagræðingu orkukaupa vegna reksturs húsnæðis í málaflokknum.
Stjórn menningar- og safnastofnunar felur sviðsstjóra að vinna áfram að áætlunargerð og leggja fyrir nefndina að nýju 11. október n.k. Stjórnin vísar til mannvirkja- og veitunefndar að kanna með hagræðingu orkukaupa vegna reksturs húsnæðis í málaflokknum.
2.
Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2023
Framlögð drög að gjaldskrám minjasafna og bókasafna til umfjöllunar.
Jafnframt lögð fram tillaga forstöðumanna bókasafna um endurskoðun gjaldskrá fyrir bókasöfn.
Stjórnin vísar afgreiðslu gjaldskráa í málaflokknum til næsta fundar og felur sviðsstjóra að meta tillögur að einföldun á gjaldskrá bókasafna.
Jafnframt lögð fram tillaga forstöðumanna bókasafna um endurskoðun gjaldskrá fyrir bókasöfn.
Stjórnin vísar afgreiðslu gjaldskráa í málaflokknum til næsta fundar og felur sviðsstjóra að meta tillögur að einföldun á gjaldskrá bókasafna.
3.
Skapandi sumarstörf 2022
Lögð fram til kynningar skýrsla um skapandi sumarstörf árið 2022.
Stjórnin lýsir ánægju sinni með árangursríkt starf.
Stjórnin lýsir ánægju sinni með árangursríkt starf.
4.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. 2021 - staðfesting stofnsamnings
Framlagður til kynningar staðfestur stofnsamningur fyrir Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
5.
Innkaup bóka til almennings- og skólabókasafna
Framlagt bréf frá forstöðumönnum bókasafna um innkaup á bókum til safnanna. Jafnframt lögð fram drög að innkaupaáætlun.
Stjórn samþykkir að fela forstöðumannni safnastofnunar að leita leiða ásamt forstöðumönnum safnanna og innkaupafulltrúa Fjarðabyggðar til að nýta sem best það fjármagn sem til ráðstöfunar verður til bókakaupa á árinu 2023.
Stjórn samþykkir að fela forstöðumannni safnastofnunar að leita leiða ásamt forstöðumönnum safnanna og innkaupafulltrúa Fjarðabyggðar til að nýta sem best það fjármagn sem til ráðstöfunar verður til bókakaupa á árinu 2023.