Fara í efni

Stjórn menningarstofu og safnastofnunar

5. fundur
15. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir formaður
Birta Sæmundsdóttir varaformaður
Bjarki Ingason aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður
Benedikt Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Nýting á lóðinni Ægisgötu 6 - 730 til sýninga
Málsnúmer 2210209
Fram lagðar hugmyndir skipulags- og umhverfisfulltrúa og forstöðumanns menningarstofu um nýtingu lóðarinnar Ægisgötu 6 á Reyðarfirði til útisýninga listaverka.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar lýst mjög vel á þær hugmyndir sem fram eru lagðar og felur forstöðumanni menningarstofu í samstarfi við skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna að málinu fyrir næsta sumar.
2.
Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2022
Málsnúmer 2204141
Framlögð skýrsla forstöðumanns safnastofnunar um starfsemi safnanna á árinu 2022.
3.
Verkefni menningarstofu 2022
Málsnúmer 2109214
Framlögð greinargerð um starfsemi menningarstofu á árinu 2022 sem fjallar um verkefni og áherslur í starfsemi ásamt umfjöllun sem sveitarfélagið hefur fengið vegna menningarstarfsemi.
4.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2211009
Menningarstefna Fjarðabyggðar þarfnast endurskoðunar en stefnan var í gildi fyrir árin 2019 til 2021. Umræða um framkvæmd endurskoðun stefnunnar.
Stjórn felur forstöðumanni menningarstofu að kanna fyrir næsta fund leiðir til endurskoðunar stefnunnar og ræða við aðila sem hafa komið að gerð stefnumörkunar í þessum málaflokkum. Lagt fyrir næsta fund stjórnar.
5.
Bókasafnið Norðfirði viðhaldsverkefni
Málsnúmer 2203109
Farið yfir framkvæmdir við bókasafnið á Norðfirði og stöðu safnsins. Greinargerð forstöðumanns Safnastofnunar lögð fram á fundi.