Stjórn menningarstofu og safnastofnunar
6. fundur
10. janúar 2023
kl.
17:00
-
19:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
formaður
Birta Sæmundsdóttir
varaformaður
Bjarki Ingason
aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm
aðalmaður
Benedikt Jónsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Menningarstyrkir 2023
Menningarstyrkir fyrir árið 2023. Umræður um og kynning fyrir nýja stjórn á úthlutunarreglum og ferlum við umfjöllun og afgreiðslu umsókna. Auglýsing styrkja fer út í vikunni og er umsóknarfrestur til 12. febrúar. Stefnt að úthlutun 28. febrúar 2023.
2.
Verkefni menningarstofu 2023
Farið yfir styrkveitingar frá Uppbyggingarsjóði Austurlands og verkefni sem eru framundan hjá menningarstofu. Tvennir styrkir fengust frá Uppbyggingarsjóði, Fjölbreyttar listasmiðjur 2023 og Upptakturinn 2023.
3.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. 2021 - staðfesting stofnsamnings
Fram lögð gögn frá aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
4.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Farið yfir stöðu Íslenska stríðasárasafnsins en vart hefur orðið mikils leka í sýningarhúsnæði safnsins eftir áramótin. Sýningar safnsins hafi orðið fyrir tjóni.
Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar leggur til við bæjarráð að tryggð verði varsla muna. Þá telur stjórnin að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt er að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum.
Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar leggur til við bæjarráð að tryggð verði varsla muna. Þá telur stjórnin að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt er að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum.