Fara í efni

Stjórn menningarstofu og safnastofnunar

8. fundur
9. maí 2023 kl. 16:30 - 18:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir formaður
Margrét Sigfúsdóttir varamaður
Bjarki Ingason aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður
Benedikt Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun í menningarmálum 2024
Málsnúmer 2305067
Farið yfir undirbúning og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2024. Verður tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.
2.
Erindi Tanna Travel til stjórnar menningarstofu og safnastofnunar 2023
Málsnúmer 2303163
Framlagt erindi til stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar frá Tanna Travel um verðskrá safna vegna lokunar Stríðsárasafns.
Stjórn getur ekki orðið við erindi. Forstöðumanni Safnastofnunar falið að svara bréfritara.
3.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Vísað frá bæjarráði drögum að kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar bragga á safnasvæði Íslenska stríðsárasafnsins ásamt minnisblöðum um uppsetningu sýningar fyrir sumarið 2023 og forvörslu muna safnsins til óákveðins tíma.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögur þær sem fram eru lagðar um húsaleigu vegna forvörslu muna Stríðsárasafnsins og sýningu þess sumarið 2023 við Ægisgötu á Reyðarfirði. Stjórn vísar til bæjarráðs kostnaðarþáttum þar sem málaflokkurinn hefur ekki fjármagn til ráðstafana sem lagðar eru fram í tillögum.
4.
Framlag til reksturs
Málsnúmer 2304117
Stjórn samþykkir að veita styrk til reksturs og endurbóta húsnæðis Sköpunarmiðstöðvarinnar að fjárhæð 2 milljónir kr. samkvæmt fjárhagsáætlun ársins.
5.
Egilsbúð - búnaður hússins
Málsnúmer 2305022
Framlagður tölvupóstur frá Guðjóni Birgi um ástand á búnaði í Egilsbúð á Norðfirði.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
6.
Saga Norðfjarðar frá 1929 - 1998
Málsnúmer 2303266
Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar í stjórn menningarstofu- og safnastofnunar erindi Samvinnufélags útgerðamanna á Norðfirði vegna ritunar á Sögu Norðfjarðar. Samvinnufélagið leggur til að félagið standi straum af kostnaði við framhald ritunar sögu Norðfjarðar frá 1929 til 1998 og sveitarfélagið annist útgáfu bókarinnar.
Stjórnin þakkar samvinnufélaginu fyrir veglegt framlag til söguritunar og samþykkir að standa straum af kostnaði við útgáfu bókarinnar.
7.
Í framhaldi af snjóflóðum 2023 - Skjalasafn Norðfjarðar - saga bæjarins.
Málsnúmer 2304217
Vísað frá bæjarráði til stjórnar Menningarstofu- og Safnastofnunar erindi Áslaugar Lárusdóttur vegna Skjalasafns Norðfjarðar. Á fjárfestingaráætlun ársins er gert ráð fyrir lokaáfanga byggingar skjalasafnsins að Þiljuvöllum á Norðfirði og hillir undir flutning skjalasafnsins í varanlegt húsnæði. Fram lagt og kynnt.
8.
Framkvæmdasvið verkefni 2023 - bókasafnið á Eskifirði
Málsnúmer 2303230
Skýrsla frá Eflu verkfræðistofu var lögð fyrir bæjarráð þar sem kynntar voru mælingar og niðurstöður úr sýnatökum í bókasafninu á Eskifirði og grunnskólanum. Farið yfir stöðu bókasafnsins. Almenningsbókasafni hefur verið lokað en skólabókasafnið þjónar grunnskólanum á annarri hæð skólans.
Forstöðumaður Safnastofnunar fór yfir ráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna lokunar safnsins og forvörslu safnmuna.
9.
BRAS - skýrslur og samningar
Málsnúmer 2012097
Forstöðumaður Menningarstofu kynnti skýrslu um BRAS 2022.