Fara í efni

Stjórn menningarstofu og safnastofnunar

9. fundur
5. júní 2023 kl. 16:30 - 19:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir formaður
Birta Sæmundsdóttir varaformaður
Bjarki Ingason aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður
Benedikt Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Málsnúmer 2305067
Farið yfir undirbúning og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2024
2.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2211009
Forstöðumaður menningarstofu gerði grein fyrir upphafsfundi sem haldinn var í Valaskjálf um gerð Menningarstefnu fyrir Austurland.
3.
Verkefni menningarstofu 2023
Málsnúmer 2301047
Farið yfir verkefni menningarstofu það sem af er árinu 2023 og það sem framundan er í starfinu yfir sumarið og fram á haustið.
4.
Samskiptastefna 2022-2026
Málsnúmer 2210143
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar fagnefnda drögum að samskipta- og vefstefnu Fjarðabyggðar ásamt stefnu um innri samskipti.
Framlagt og kynnt.
5.
Jafnréttisstefna 2023-2026
Málsnúmer 2305145
Vísað frá bæjarstjórn til fagnefnda jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2023 til 2026 til umfjöllunar og umræðu milli umræðna.
Fram lagt til kynningar og bæjarritara falið að koma á framfæri ábendingum.