Fara í efni

Stjórn menningarstofu

1. fundur
13. febrúar 2024 kl. 16:30 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 4
Nefndarmenn
Birta Sæmundsdóttir formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Framlagt minnisblað um framtíð íslenska stríðsárasafnsins.
Stjórn menningarstofu leggur til að sýning verði sett upp sbr. tillögu í minnisblaði í bragga á safninu. Þá leggur stjórn til að haldinn verði upplýsinga- og kynningarfundur þar sem framtíð Íslenska stríðsárasafnsins verði rædd út frá staðsetningu þess. Stjórn tekur málið að nýju fyrir á fundi sínum 27. febrúar og þá verði lögð fram kostnaðaráætlun um framkvæmdir vegna opnunar sýningar á árinu 2024. Jafnframt er málinu vísað til bæjarráðs varðandi fjármögnun endurbóta fyrir sumarið 2024. Varðandi framtíðarsýn safnsins þá leggur stjórnin áherslu á að niðurstaða verði fengin fyrir lok mars.
2.
Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu
Málsnúmer 2402021
Framlagt og kynnt bréf vegna rafrænnar skjalavörslu og stofnunar félagsins Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR)
3.
Erindi varðandi styrk til fornleifarannsókna í Stöðvarfirði
Málsnúmer 2402019
Vísað frá bæjarráði erindi félags áhugafólks um fornleifarannsóknir í Stöðvarfirði og styrkveitingar.
Stjórnin hefur þegar samþykkt að veita styrk til fornleifarannsóknanna og stefnir á að heimsækja vettvang rannsóknanna í júní.
4.
Stafrænar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum tengdar menningarlandslagi
Málsnúmer 2402094
Framlagður til kynningar tölvupóstur um verkefni á vegum Skriðuklausturs um stafrænar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum tengdar menningarlandslagi.