Fara í efni

Stjórn menningarstofu

11. fundur
11. nóvember 2024 kl. 14:00 - 15:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Vísað frá öldungaráði til stjórn menningarstofu til kynningar á niðurstöðu og athugasemdum ráðsins að útfærslu á skipulagi lóðar og húsnæðis Íslenska stríðsárasafnsins. Jafnframt rætt um áfangaskiptingu uppbyggingar safnsins og kostnað þess.
Stjórn fór yfir drög að áfangaskiptingu framkvæmda og óskar eftir upplýsingum um kostnað við áfanga framkvæmdanna auk þess að fá tilboð í gerð bogaskemma sem áformað er að reisa að svæðinu.
2.
Safnasjóður 2024 - umsóknir og styrkveitingar
Málsnúmer 2411048
Verkefnastjóri menningarmála kynnti þrjár umsóknir um styrki í safnasjóð sem unnar hafa verið og sótt hefur verið um í sjóðinn frá Sjóminjasafni Austurlands í samstarfi við söfnin í Fjarðabyggð. Jafnframt greint frá umsóknum í uppbyggingarsjóð.
3.
Verkefni menningarstofu 2024
Málsnúmer 2401039
Forstöðumaður fór yfir verkefni sem eru á döfinni næstu misseri ásamt þeim verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur. Dagskráin næstu vikur og fram að jólum er að mótast og verður mikið af viðburðum á vegum menningarstofunnar sem verður fjölbreytt.
Stjórnin fagnar viðburðarríkri dagskrá sem er framundan og ánægju með viðburði haustsins.
4.
Erindi varðandi styrk til fornleifarannsókna í Stöðvarfirði
Málsnúmer 2402019
Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu beiðni Félags um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði um fjárstuðning á árinu 2025. Stjórn hefur lagt til óbreytt framlag á árinu 2025 til framhalds rannsóknanna.