Fara í efni

Stjórn menningarstofu

12. fundur
9. desember 2024 kl. 14:00 - 15:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Verkefni menningarstofu 2024
Málsnúmer 2401039
Forstöðumaður fór yfir verkefni liðinna mánaða og það sem helst er á döfinni framundan.
Stjórn þakkar samantektina og hvetur til þess að fjallað sé um viðburðina enn frekar á vettvangi sveitarfélagsins þar sem mikill fjöldi viðburða er í mánuði hverjum á vegum menningarstofu.
2.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2211009
Farið yfir stefnur í menningar- og listalífi. Menningarstefnan bíður endurskoðunar. Tekin umræða um áherslur og strauma á næsta ári og gerð nýrrar stefnu.
Forstöðumanni falið að útfæra vinnu við endurskoðun stefnunnar í upphafi nýs árs og leggja fyrir stjórnina.
3.
Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024
Málsnúmer 2402237
Árni Pétur Árnason hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri safna hjá Menningarstofu. Áhersluverkefni næsta árs í söfnum ásamt hugmyndum um umbætur í þjónustu og nýsköpun í rekstri þeirra rædd.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Málsnúmer 2305067
Farið yfir rekstur ársins 2024 og stöðu málaflokksins.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025
Málsnúmer 2404223
Farið yfir áherslur í starfsemi málaflokksins á komandi ári og fjármögnun verkefna.
6.
Sóknaráætlun Austurlands 2025-2029
Málsnúmer 2412033
Framlögð til kynningar drög að sóknaráætlun Austurlands en hún er til kynningar og umsagnar í samráðsgátt og verður til 12. desember nk.