Umhverfis- og skipulagsnefnd
1. fundur
20. júní 2022
kl.
16:00
-
18:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Jörgen Sveinn Þorvarðarson
embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Formaður fór yfir erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar til kynningar.
Nefndin samþykkir að vera með fundartíma á mánudögum kl.16:00 og tíðni ákveðin eftir umfangi.
Nefndin samþykkir að vera með fundartíma á mánudögum kl.16:00 og tíðni ákveðin eftir umfangi.
2.
750 Hafnargata 23 - Framkvæmdaleyfi, fylling
Lögð fram umsókn Loðnuvinnslunnar hf. um framkvæmdaleyfi vegna viðbótarlandfyllingar, úr 4000 m3 í 7000 m3, við Hafnargötu 23, Fáskrúðsfirði. Samkvæmt umsókn er ekki breyting á verkinu annað en magn landfyllingarefnis er aukið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfisumsókn til viðbótarlandfyllingar á allt að 3000 m3 efni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfisumsókn til viðbótarlandfyllingar á allt að 3000 m3 efni.
3.
750 Framkvæmdaleyfi - Strenglögn frá Fáskrúðsfirði að Kolfreyjustað
Lögð fram beiðni Rarik ohf. um framkvæmdaleyfi vegna strenglagningar frá Fáskrúðsfirði að Kolfreyjustað. Ljósleiðari á vegum sveitarfélagsins og Mílu verða plægðir um leið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir beiðnina.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir beiðnina.
4.
740 Ingunarveita að gatnamótum Leiruvegar og Hafnarnaust - Framkvæmdaleyfi vegna skurða í tengslum við stofnlögn
Lögð fram beiðni Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi vegna skurða í stofnlögn í Norðfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdina.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdina.
5.
Umhverfismál 2022
Lagt fram minnisblað umhverfisstýru, dags. 7. júní 2022, er varðar mögulega næringarofauðgun.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að óska eftir afstöðu HAUST til ábendingar. Jafnframt er sviðinu falið að kanna fráveitumál á svæðinu og upplýsa nefndina um aðstæður. Nefndin óskar eftir tafarlausum úrbótum ef grunur er á rökum reistur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að óska eftir afstöðu HAUST til ábendingar. Jafnframt er sviðinu falið að kanna fráveitumál á svæðinu og upplýsa nefndina um aðstæður. Nefndin óskar eftir tafarlausum úrbótum ef grunur er á rökum reistur.
6.
Nytjamarkaður, Fjb.
Framlagt minnisblað umhverfisstýru, dagsett 16. júní 2022, um nytjamarkað.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur málið upp að nýju eftir nánari athugun í haust.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur málið upp að nýju eftir nánari athugun í haust.
7.
730 Búðarmelur 27 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 11. maí 2022, þar sem sótt er um einbýlishúsalóðina við Búðarmel 27 á Reyðarfirði. Jafnframt er sótt um lóðirnar við Búðarmel 29 og 31, gert er ráð fyrir að byggja tvö parhús á lóðunum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt deiliskipulagi fyrir Búðarmel eru lausar par- og raðhúsalóðir til úthlutunar og bendir umsækjanda á að skoða þá möguleika. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við lóðarumsækjendur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt deiliskipulagi fyrir Búðarmel eru lausar par- og raðhúsalóðir til úthlutunar og bendir umsækjanda á að skoða þá möguleika. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við lóðarumsækjendur.
8.
730 Búðarmelur 29 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 11. maí 2022, þar sem sótt er um einbýlishúsalóðina við Búðarmel 29 á Reyðarfirði. Jafnframt er sótt um lóðirnar við Búðarmel 27 og 31, gert er ráð fyrir að byggja tvö parhús á lóðunum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt deiliskipulagi fyrir Búðarmel eru lausar par- og raðhúsalóðir til úthlutunar og bendir umsækjanda á að skoða þá möguleika. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við lóðarumsækjendur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt deiliskipulagi fyrir Búðarmel eru lausar par- og raðhúsalóðir til úthlutunar og bendir umsækjanda á að skoða þá möguleika. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við lóðarumsækjendur.
9.
730 Búðarmelur 31 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 11. maí 2022, þar sem sótt er um einbýlishúsalóðina við Búðarmel 31 á Reyðarfirði. Jafnframt er sótt um lóðirnar við Búðarmel 27 og 29, gert er ráð fyrir að byggja tvö parhús á lóðunum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt deiliskipulagi fyrir Búðarmel eru lausar par- og raðhúsalóðir til úthlutunar og bendir umsækjanda á að skoða þá möguleika. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við lóðarumsækjendur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt deiliskipulagi fyrir Búðarmel eru lausar par- og raðhúsalóðir til úthlutunar og bendir umsækjanda á að skoða þá möguleika. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við lóðarumsækjendur.
10.
740 Naustahvammur 20 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Graftar ehf., dagsett 10. maí 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Naustahvammi 20 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
11.
735 Karlsstaðir - Umsókn um byggingarheimild, skálavarðarhús
Framlögð umsókn frá Ferðafélagi Fjarðamanna um uppsetningu skálavarðarhúss við Karlsstaði í Vöðlavík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi að uppfylltum jákvæðum umsögnum Minjastofnunar og annarra leyfisveitenda og felur byggingarfulltrúa frágang málsins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi að uppfylltum jákvæðum umsögnum Minjastofnunar og annarra leyfisveitenda og felur byggingarfulltrúa frágang málsins.
12.
760 Sólheimar 9 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Sólheimum 9 í Breiðdal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúa að fara yfir umsóknina.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúa að fara yfir umsóknina.
13.
740 Egilsbraut 26 - umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Hildibrand slf., dagsett 18. maí 2022, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir torgsöluhús á lóð fyrirtækisins við Egilsbraut 26 á Norðfirði. Sótt er um leyfi til að láta torgsöluhúsið standa til 5. september 2022.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfið.
14.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Framlögð tillaga formanns umhverfis- og skipulagsnefndar að nefndarmönnum í fjallskilanefnd.
Aðalmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir (formaður), Sléttu Reyðarfirði
Arnór Ari Sigurðsson (varaformaður), Þverhamri Breiðdal
Marzibil Erlendsdóttir, Dalatanga Mjóafirði
Sunna Júlía Þórðardóttir, Skorrastað 4 Norðfirði
Steinn Björnsson Þernunesi, Fáskrúðsfirði
Varamenn
Sigurður Max Jónsson, Skjöldólfsstöðum Breiðdal
Arnar Ingi Ármannsson, Dölum Fáskrúðsfirði
Sigurður Borgar Arnaldsson, Þrastahlíð Breiðdalsvík
Þórhalla Ágústsdóttir, Hofi Norðfirði
Halldór Jóhannsson, Stóru-Breiðuvík Eskifirði
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tilnefndingu fulltrúa fjallskilanefndar og vísar staðfestingu til bæjarstjórnar.
Aðalmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir (formaður), Sléttu Reyðarfirði
Arnór Ari Sigurðsson (varaformaður), Þverhamri Breiðdal
Marzibil Erlendsdóttir, Dalatanga Mjóafirði
Sunna Júlía Þórðardóttir, Skorrastað 4 Norðfirði
Steinn Björnsson Þernunesi, Fáskrúðsfirði
Varamenn
Sigurður Max Jónsson, Skjöldólfsstöðum Breiðdal
Arnar Ingi Ármannsson, Dölum Fáskrúðsfirði
Sigurður Borgar Arnaldsson, Þrastahlíð Breiðdalsvík
Þórhalla Ágústsdóttir, Hofi Norðfirði
Halldór Jóhannsson, Stóru-Breiðuvík Eskifirði
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tilnefndingu fulltrúa fjallskilanefndar og vísar staðfestingu til bæjarstjórnar.
15.
Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál. https://www.althingi.is/altext/152/s/0812.html
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
16.
735 Dalbraut 10 - umsókn um lóð
Tekin fyrir lóðarumsókn fyrir geymsluhúsnæði að Dalbraut 10 en eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu umsóknar lóðar þar sem deiliskipulag var ekki tilbúið en nú hefur það verið staðfest.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.