Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

11. fundur
7. nóvember 2022 kl. 16:15 - 18:15
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Jörgen Sveinn Þorvarðarson embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Hafnarbraut 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2209049
Hafnarbraut 38 - 40, umsögn við athugasemdum á auglýsingartíma skipulags.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykir með 3 atkvæðum gegn einu að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað. Meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlistans telur athugasemndir við grendarkynningu ekki vera þess eðlis að hafna slíkri uppbyggingu í Neskaupsstað.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð harma niðurstöðu nefndarinnar um úthlutunar byggingaleyfis á lóðunum hafnarbraut 38-42 í Neskaupstað í ljósi óánægju íbúa vegna framkvæmdar grendarkynningar. Þar sem ekki var viðhöfð nægilega vönduð vinnubrögð við grenndarkynningu og hún ekki samrýmst reglum skipulagsstofnunar um grendarkynningar samkvæmt athugasemdum hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð viljað sjá betri grenndarkynningu vera lagða fyrir íbúa til að ná sátt um framkvæmdina. Einnig óskum við hér með eftir að Umhverfis og skipulagsnefnd sækist eftir sátt við íbúa um frekari framkvæmdir í Fjarðabyggð og vandi sig við grendarkynningar og frekari áform um breytingar á skipulagi og uppbyggingu innan sveitarfélagsins.
2.
Strandgata 68 - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2211017
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Tvíhólma ehf. um leyfi til að breyta notkun á húsnæði við Strandgötu 68 735 Eskifjörður. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
3.
Hraun 1 - Umsókn um byggingarleyfi, 315 varaaflsbygging
Málsnúmer 2203145
Alcoa Fjarðarál sf. sækir um byggingarleyfi fyrir nýrri byggingu undir varaafl rofabúnaðar við Hraun 1. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins vegna hugsanlegra umhverfisárhrifa gaseiganagrandi rofabúnaðar sem verður í byggingunni. Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að skoða málið frekar og leggja fyrir nefnd að nýju.
4.
Hrauntún 7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2209206
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyf Búðingar ehf. 23.09.2022 Þar sem sótt er um leyfi að byggja parhús við Hrauntún 7-9. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
5.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hátún 11
Málsnúmer 2211010
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Hátún 11, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
6.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Sæberg 12
Málsnúmer 2211023
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Sæberg 12, Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
7.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgata 14
Málsnúmer 2211018
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Strandgötu 14, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
8.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 18
Málsnúmer 2210208
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Hlíðargötu 18, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
9.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Sólvellir 2
Málsnúmer 2210183
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Sólvelli 2, Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
10.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Austurvegur 1
Málsnúmer 2210186
Umsókn Fjarðabyggðar um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Austurveg 1, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
11.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Sólvellir 6
Málsnúmer 2210187
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Sólvelli 6, Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
12.
Nýting á lóðinni Ægisgötu 6 - 730 til sýninga
Málsnúmer 2210209
Fram lagðar hugmyndir skipulags- og umhverfisfulltrúa og forstöðumanns Menningarstofu um nýtingu lóðarinnar Ægisgötu 6 á Reyðarfirði til útisýninga listaverka. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við Menningarstofu.
13.
Nytjamarkaður, Fjb.
Málsnúmer 2004108
Nytjamarkaður í Fjarðabyggð. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í hugmynd um nytjamarkað og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum. Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamnt formanni umhverfis- og skipulagsnefndar að funda með þeim aðilum sem lýstu yfir áhuga á verkefninu.
14.
Ormahreinsun 2022
Málsnúmer 2210182
Skipulags- og umhverfisfulltrúi kynnir nefndinni fyrir ormahreinsun hunda og katta í Fjarðabyggð árið 2022. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur miður að ekki megi senda ormalyf heim til umráðamanna hunda og katta.
15.
Boð um þátttöku í samráði Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir
Málsnúmer 2210058
Framlagt fundarboð þar sem kynnt er skýrsla um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða 9. nóvember n.k.
16.
Umsókn um lóð Strandgata 28 Nesk
Málsnúmer 2210106
Umsókn um lóð Strandgata 28 Nesk. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmönnun sviðsins að setja málið í grenndarkynningu og vísar erindinu til bæjarráðs.
17.
Breytingar á deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar
Málsnúmer 2010159
Álit Skipulagsstofnunar, vegna 2. áfanga stækkunar Mjóeyrarhafnar. Málið hefur verði kynnt fyrir nefnd.