Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

12. fundur
23. nóvember 2022 kl. 16:00 - 20:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Jörgen Sveinn Þorvarðarson embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023
Málsnúmer 2209117
Innleiðing hringrásarhagkerfisins. Páll Baldursson verkefnastjóri frá Austurbrú mætti á fundinn og fór yfir breytingar í umhverfi úrgangsmála og svæðisáætlun um meðhöndlun úrgagns á Austurlandi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra úrgangsmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.
2.
Strandgata 77B - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2211105
Sótt er um leyfi til að endurbyggja núverandi bílskúr á lóð Strandgötu 77b sem lítið sérbýlishús. Núverandi steyptir veggir halda sér en þak verður endurbyggt og húsið einangrað aftur og klætt viðarklæðningu að utan, bárujárn á þaki. Allar lagnir og raflagnir verða endurnýjaðar. Sjá í fylgiskjölum samþykki meðlóðarhafa um skilgreiningu á sérafnotareit fyrir húsið. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að leigja húsið til ferðamanna í skammtímaleigu allt árið. Vísað er til þess að á lóðinni hefur alltaf verið rekin atvinnustarfsemi, þ.e. verkstæðishús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Nefndin vísar í gildandi aðalskipulag Fjarðabyggðar varðandi ný gistrými í flokki 2-4. Miðað við það er ekki gert ráð fyrir slíkum gistirýmum á tilteknu svæði. Nefndin felur byggingarfulltrúa að svara umsækjanda.
3.
Strandgata 9A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2211036
Sótt er um byggingarheimild fyrir hönd íbúa Strandgötu 9a. Sótt er um leyfi til að reisa 28m2 geymslu. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Óseyri 1a, fyrirhugað leiguhúsnæði v. lagers
Málsnúmer 2211048
Olís hefur hug á að taka húsnæði á leigu á Reyðarfirði sem stendur við Óseyri 1a, fastanúmer húsnæðis er 2177376, rými nr. 0102.

Í húsinu verða mestmegnis geymd efni í 1.000 lítra „bömbum“ sem afgreidd verða eftir pöntunum til viðskiptavina á svæðinu.

Efnin sem um ræðir eru að stærstum hluta Soft Acid Aqua, Soft Acid Aqua M og Formalín (Formaldehyde Solution) en gera má ráð fyrir að allt að 80-100 slíkar einingar verði geymdar í húsinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi mála.
5.
Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir
Málsnúmer 2211041
Framlagt bréf Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd 2. Umhverfis- og skipulagsnefnd tilnefnir Skipulags- og umhverfisfulltrúa Aron Leví Beck sem fulltrúa Fjarðabyggðar í Vatnasvæðanefnd og formann umhverfis- og skipulagsnefndar Þuríði Lillý Sigurðardóttir til vara. Nefndin tilnefnir Heimi Gylfason sem fulltrúa umhverfis- og skipulagsnefndar í Vatnasvæðanefnd. Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda inn tilnefningarnar.
6.
Verkefni við mótun aðferðafræði til að mæta afleiðingum loftsagsbreytinga
Málsnúmer 2211042
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar erindið.
7.
Nesbraut 3, REY. uppskipting lóðar
Málsnúmer 2211007
Nesbraut 3, REY. uppskipting lóðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Vöruflutningahöfn á Reyðarfirði varðandi Nesbraut 3, Reyðarfirði. Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram og vísar erindinu til bæjarráðs.
8.
Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt
Málsnúmer 2208107
Yggdrasill Carbon ehf hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir 190 ha skógrækt við Eyri, Fáskrúðsfirði. Meginmarkmið verkefnisins er að rækta fjölnytjaskóg. Skv. aðalskipulagi Fjarðabyggðar er gert ráð fyrir 147,7 ha skógræktarsvæði austan við Eyri en ekki vestan. Vestan við Eyri er skilgreint landbúnaðarsvæði. Umsóknin gerir hinsvegar ráð fyrir skógræktarsvæði austan- og vestanmegin við Eyri.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi fundaði með Vegagerðinni þann 22.11.22 varðandi Suðufjarðaveg. Vegagerð kemur til með að senda skipulags- og umhverfisfulltrúa svör varðandi Suðurfjarðaveg á næstunni. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu þar til svör hafa borist frá Vegagerðinni.
9.
Erindi frá áhugahóp um Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði.
Málsnúmer 2210020
Erindi frá áhugahóp um Fjölskyldu- og útivistarsvæði í skrúðgarðinum á Fáskrúðsfirði. Ósk um samstarf við Fjarðabyggð. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og samþykkir formlegt samstarf sveitarfélagsins við áhugahóp um fjölskyldu- og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði. Erindinu er vísað til sviðsstjóra framkæmdasviðs.
10.
Fjallskilasamþykkt SSA
Málsnúmer 2208175
Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur lögð fram til afgreiðslu og staðfestingar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fjallskilasamþykkt með þremur atkvæðum gegn einu og einn situr hjá.
11.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1703117
Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði. Kynning á fundi með hagsmunaaðilum og stöðu verkefnissins. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið.
12.
Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður
Málsnúmer 2211108
Áhugi íbúa er mikill á Balanum sem er stórt grænt svæði í miðju Stöðvarfjarðar. Hugmyndir íbúa eru að svæðið verði af skjólgóðu fjölskyldusvæði með fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að funda með þeim er málið varða.
Viðhengi
Minnisblað
13.
Ný staðsetning gámasvæða
Málsnúmer 2209189
Ný staðsetning gámasvæða. Upplýsingar varðandi kostnað kynntar. Umhverfis- og skipulagsnefnd fyrirhugaða framkvæmd við gerð á nýju gámasvæði á Símonartúni, Eskifirði.
14.
Umferðaröryggi - Gatnamót Stekks og Kvíabrekku
Málsnúmer 2209217
Umferðaröryggi - Gatnamót Stekks og Kvíabrekku, tillögur Mannvits. Kostnaðaráætlun fyrir tillögu 3. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmönnum sviðsins að vinna málið áfram.