Umhverfis- og skipulagsnefnd
16. fundur
24. janúar 2023
kl.
08:15
-
10:15
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Hjallanes 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hjallanes 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2.
Hraun 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
ALCOA sækir um byggingaráform og byggingar leyfi vegna viðgerð á núverandi gólfum í kerskálum (byggingar 321). Gólf á milli bita eru brotin niður og endursteypt með 50 mm þykkari gólfum, breyttri steinsteypugerð og járnbendingu. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Umsókn um lóð Búðareyri 10
Umsókn Heilbrigðisstofnun Austurlands um lóð að Búðareyri 10, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera breytingar á deiliskipulagi og vinna málið áfram. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni þegar deiliskipulagsvinnu er lokið og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
4.
Deiliskipulagsvinna: Sjávargötureiturinn, Reyðarfirði
Deiliskipulagsvinna: Sjávargötureiturinn, Reyðarfirði (Nesbraut 3). Kynning á framvindu verkefnis. Málið hefur verið kynnt.
5.
Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis að Bökkum 3, Neskaupstað
Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis að Bökkum 3, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að breyta deiliskipulagi.
6.
Deiliskipulag austurhluta Breiðdalsvíkur kynning á stöðu verkefnis
Deiliskipulag austurhluta Breiðdalsvíkur (Selnes) kynning á stöðu verkefnis og niðurstöðum kynningarfunds skipulags- og umhverfisfulltrúa sem haldinn var á Breiðdalsvík 19.01.2023. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og vísar erindinu í bæjarráð.
7.
Umsókn um lóð fyrir bílastæði Strandgata 58
Umsókn um lóð fyrir bílastæði Strandgötu 58, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðar og vísar til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
8.
Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði til samþykktar í auglýsingu. Skipulags- og umhverfisfulltrúi kynnti fyrirhugaða lokun á aflögðum vatnsholum innan marka deiliskipulags sem um ræðir. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið í auglýsingu.
9.
Aðalskipulag br. skógrækt
Aðalskipulag Fjarðabyggðar. Breyting á skilmálum landflokksins Landbúnaðarland vegna stærðar á skógrækt. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í bretingu á skilmálum vegna skógræktar á landbúnaðarsvæði í Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2020-2040.
"Skógrækt er þó ekki heimil á góðu akuryrkjulandi, nema um skjólbelti sé að ræða, né heldur á svæðum sem njóta verndar vegna jarðminja, vistkerfa eða menningarminja.“
Verður að
"Skógrækt er þó ekki heimil á góðu ræktunarlandi, nema um skjólbelti sé að ræða, né heldur á svæðum sem njóta verndar vegna jarðminja, vistkerfa eða menningarminja.“
"Skógrækt er þó ekki heimil á góðu akuryrkjulandi, nema um skjólbelti sé að ræða, né heldur á svæðum sem njóta verndar vegna jarðminja, vistkerfa eða menningarminja.“
Verður að
"Skógrækt er þó ekki heimil á góðu ræktunarlandi, nema um skjólbelti sé að ræða, né heldur á svæðum sem njóta verndar vegna jarðminja, vistkerfa eða menningarminja.“
10.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Sólbakki 3
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Sólbakka 3, Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
11.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Búðavegur 59
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Búðaveg 59, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
12.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Miðgarður 9
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Miðgarð 9, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
13.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hjallavegur 3
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Hjallaveg 3, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
14.
Lausar lóðir í Fjarðabyggð
Nýtt skjal fyrir lausar lóðir í Fjarðabyggð. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna og samþykkir nýtt skjal fyrir lausar lóðir í Fjarðabyggð og að það verði birt á vefsíðu Fjarðabyggðar.
15.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Ásvegur 28
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Ásveg 28, Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
16.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2023
171. fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands. Kynnt
17.
Selhella - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Selhella - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
18.
Hljóðmælingar Búðaveg 24
Hljóðmælingar Búðaveg 24 lög fram til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi mála er varðar úrbætur og aðhald sem Heilbrigðisnefnd hefur krafið Loðnuvinnsluna um.