Umhverfis- og skipulagsnefnd
20. fundur
7. mars 2023
kl.
08:15
-
10:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Ingunn Eir Andrésdóttir
varamaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
umhverfis- og skipulagsfulltrúi
Dagskrá
2.
Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Loðnuvinnslan hf. hefur lagt inn umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Sólvellir 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Víkin fagra ehf. hefur lagt inn umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Bleiksárhlíð 19
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Bleiksárhlíð 19, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
5.
Stækkun á lóðinni Búðareyri 8 Reyðarfjörður
Umsókn um stækkun á lóð að Búðareyri 8, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að stækka lóðina og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
6.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Brekkugata 3
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Brekkugötu 3, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
7.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðagata 32
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Hlíðagötu 32, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
8.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Austurvegur 59a
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Austurveg 59a, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
9.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Austurvegur 59b
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Austurveg 59a, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að fá frekari skýringar á lóðamörkum.
10.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Blómsturvellir 47
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Blómsturvelli 47, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
11.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Þórhólsgata 6
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Þórhólsgötu 6, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
12.
Reglur um lóðarúthlutanir
Reglur um lóðarúthlutanir til umræðu. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að uppfæra reglur og leggja fyrir fund að nýju. Jafnframt að kanna reglur er varðar úthlutanir á iðnaðarlóðum.
13.
Refa- og minkaveiði 2021-2022
Samantekt um refa- og minkaveiði 2021-2022. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur formanni umhverfis- og skipulagsnefndar að funda með samningsbundnum refa- og minnkaskyttum í Fjarðabyggð.
14.
Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár - minnisblað sambandsins
Framlagt minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
15.
Deiliskipulag Fagridalur - Eskifirði - íbúðasvæði
Forhönnun fyrir nýtt deiliskipulag Fagradal - Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar vinnu við nýtt deiliskipulag á Eskifirði og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
16.
Tjaldsvæði á Stöðvarfirði
Erindi frá íbúa er varðar staðsetningu á tjaldsvæði á Stöðvarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar erindið og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að svara erindinu.
16.
Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði HAUST
Tekin fyrir að nýju drög að sameiginlegri samþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði HAUST sem komi í stað sérstakra samþykkta um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði HAUST.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að sameiginlegri samþykkt sem gildi fyrir starfssvæði HAUST og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að sameiginlegri samþykkt sem gildi fyrir starfssvæði HAUST og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
17.
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar til kynningar frestað fram að næsta fundi.