Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

26. fundur
16. maí 2023 kl. 08:15 - 10:45
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Benedikt Jónsson varamaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024
Málsnúmer 2305072
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2024 í málefnum nefndarinnar. Fjármálastjóri mætir á fundinn. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
2.
Ungmennaráð 2022
Málsnúmer 2203101
Vísað frá bæjarstjórn til umhverfis- og skipulagsnefndar ástandi á ruslatunnum á almenningssvæðum í Fjarðabyggð sem ungmennaráð hefur vakið athygli á. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar erindið og felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Ungmennaráð 2022
Málsnúmer 2203101
Vísað frá bæjarstjórn til umhverfis- og skipulagsnefndar tillögu ungmennaráðs um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð. Umhverfis- og skipulagsnefn þakkar erindið og felur verkefnastjóra umhverfismála að skoða útfærslur á málinu þegar núgildandi samningur um almenninssamgöngur rennur út.
4.
Til umsagnar frumvarp til laga 1028. mál frá Nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 2305051
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál. Umhverfis- og skipulagsnefn þakkar kynninguna.
5.
Líforkuver á dysnesi
Málsnúmer 2305036
Lagt er fyrir nefndina hugmynd að úrvinnsluferli fyrir dýrahræ, Starfssemin mun verða byggð upp í Eyjafirði og söfnunarferlar hannaðir m.a. inná Austurland ef áhugi er á samstarfi/viðskiptum. Lagt fram til upplýsinga um þá hugmyndavinnu sem er í gangi. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna og fagnar áformum um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi.
6.
Berist til allra sveitarstjórna á landinu um skipulag skógræktar í landinu
Málsnúmer 2305056
Berist til allra sveitarstjórna á landinu um skipulag skógræktar í landinu. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
7.
Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt Kross Mjóafirði
Málsnúmer 2305043
Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt Kross Mjóafirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun á framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Kross í Mjóafirði er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
8.
Umsögn og ábending vegna skýrslu um vindorkumál 2023
Málsnúmer 2305066
Umsögn og ábending vegna skýrslu um vindorkumál. Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um vindorkumál. Skýrslan er nú til umsagnar í samráðsgátt ráðuneytisins. Samtök orkusveitarfélaga hvetja aðildarsveitarfélögin til að senda umögn eða ábendingar um efni skýrslunnar í gegn um samráðsgáttina fyrir 18 maí nk.

Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar þeirri vinnu sem hafin er og þakkar skýrslu starfshóps um nýtingu vindorku. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað og umtalsverð stefnumótunarvinna sem á eftir að eiga sér stað. Mikilvægt er að halda áfram þessari vinnu og taka til nánari skoðunar tekjuhlutdeild nærsamfélaganna og sveitarfélaga en samtök orkusveitarfélaga hafa vakið athygli á því síðustu misseri hversu mikið hallar á sveitarfélög þegar kemur að tekjum fyrir orkumannvirki.
9.
Litlagerði 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2304260
Litlagerði 1, Reyðarfirði fyrir parhús - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Áformin hafa verið kynnt nágrönnum og hafa þeir veitt samþykki sitt fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu telst þar með lokið. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
10.
Litlagerði 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2304259
Litlagerði 7, Reyðarfirði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir parhús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
11.
Umsókn um lóð Lyngbakki 2
Málsnúmer 2305079
Umsókn um lóð að Lyngbakka 2, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni með fyrirvara um breytingu á byggingarreit og aðkomu að húsinu og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
12.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Árgata 5
Málsnúmer 2305064
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Árgötu 5, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
13.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Vallargerði 1
Málsnúmer 2305017
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Vallargerði 1, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
14.
Umsókn um stækkun á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85A
Málsnúmer 2304256
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85A, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu vegna misræmis í landeignaskrá.
15.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgata 2 Nesk
Málsnúmer 2305007
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgötu 2, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
16.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgata 4 Nesk
Málsnúmer 2305005
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgötu 4, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
17.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Fjarðarbraut 40b
Málsnúmer 2305086
Umsókn Fjarðabyggðar um endurnýjun á lóðaleigusamningi Fjarðarbraut 40b, Stöðvarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
18.
Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
Málsnúmer 2303368
Skipulags- og matslýsing fyrir Nes- og Bakkgil til samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir Nes- og Bakkagil og vísar erindinu í bæjarráð.
19.
Reglur um lóðarúthlutanir
Málsnúmer 2302135
Drög að nýjum reglum um lóðarúthlutanir kynntar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir nýjar reglur um lóðarúthlutanir í Fjarðabyggð og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.
20.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2305052
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á gámasvæði Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á gámasvæði Reyðarfirði
21.
Samskiptastefna 2022-2026
Málsnúmer 2210143
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar fagnefnda drögum að samskipta- og vefstefnu Fjarðabyggðar ásamt stefnu um innri samskipti. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna en vekur athygli á ósamræmi í áætlunum um endurskoðun á samskiptastefnu. Auk þess vantar frekari skýringar á undirkaflanum "Merki Fjarðabyggðar".
22.
Skólavegur 70A Fáskrúðsfirði - sala lóðarréttinda
Málsnúmer 2304286
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar beiðni frá Minjavernd um heimild til að selja lóðarréttindi vegna Skólavegar 70A og gerð nýs lóðarleigusamnings. Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir heimild til að selja lóðarréttindi vegna Skólavega 70a.
23.
Naustahvammur 58 - Umsókn um lækkun á gatnagerðargjöldum fyrir nýbyggingu
Málsnúmer 2302028
Ósk Nestaks um lækkun á gatnagerðargjöldum fyrir nýbyggingu að Naustahvammi 58, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd getur því miður ekki fallist á umsókn um lækkun á gatnagerðagjöldum. Nefndin telur þessa framkvæmd ekki falla undir 6. gr. laga nr. 153/2006.
24.
Ósk um stöðuleyfi fyrir svið á Eskjutúni
Málsnúmer 2305105
Íbúasamtök Eskifjarðar óska eftir leyfi til að smíða svið á Eskju tún. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi í samráði við byggingarfulltrúa. Nefndin áréttar að stöðuleyfi þetta er gefið út með þeim skilyrðum að ekki komi til annarra nota á svæðinu og með fyrirvara um framtíðarskipulag á svæðinu. Einnig vill nefndin árétta að svæðinu sé skilað í því ástandi sem það er nú, þegar stöðuleyfi rennur út. Stöðuleyfi þetta gildir til lok árs 2025 með möguleika á endurnýjun.
25.
Umsókn um lóð Ægisgata 1
Málsnúmer 2305108
Umsókn um lóð að Ægisgötu 1, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
26.
735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Málsnúmer 2201189
Athugasemd Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags Dals athafnasvæðis. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna skipulagið áfram.
27.
Fundaáætlun USK 2023
Málsnúmer 2212113
Fundaáætlun USK 2023. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu.