Umhverfis- og skipulagsnefnd
27. fundur
30. maí 2023
kl.
16:00
-
17:30
í Molanum
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Ingunn Eir Andrésdóttir
varamaður
Jóhanna Guðný Halldórsdóttir
varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Arnason
Sviðsstjóri
Dagskrá
1.
735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Tillaga að nýju deiliskipulagi Dalur athafnasvæði lagt fram til samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti og vísar erindinu í bæjarstjórn.
2.
Borgarnaust 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Borgarnaust 5, Neskaupstað - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Umsókn um lóð Nesbraut 3
Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhús að Nesbraut 3, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Unnið verður að útfærslu á nýju gámasvæði.
4.
Umsókn um stækkun á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85A
Umsókn um stækkun á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85A. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu vegna misræmis í landeignaskrá.
5.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hamarsgata 13
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Hamarsgötu 13, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
6.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Þórhólsgata 1
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Þórhólsgötu 1, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
7.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Heiðarvegur 21
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Heiðarvegi 21, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
8.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 3, Reyðarfirði
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Hafnargötu 3, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
9.
Umsókn um framkvæmdaleyfi
Umsókn Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi til gatnagerðar í Hrauntúni, Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
10.
Stækkun lóða við Hjallaleiru
Endurskoðun vegna stækkun lóða við Hjallaleiru. Umhverfis- og skipulagsnefnd afturkallar ákvörðun um stækkun lóða 13-15-17-19. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerði mistök við samþykkt stækkunar. Umrædd stækkun fer út fyrir gildandi deiliskipulagsmörk svo ekki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að fylgja málinu eftir.
11.
Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mótmæli íbúa Búðavegi 34, Fáskrúðsfirði, vegna grenndarkynningu á byggingu hljóðmanar við Hafnargötu 36, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu fram að næsta fundi.
12.
Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám neðan við Nesgötu 6. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám neðan við Nesgötu 6.
13.
Vegna tjaldsvæðis á Stöðvarfirði
Minnisblað Austurbrúar vegna tjaldsvæðis á Stöðvarfirði lagt fram. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir minnisblaðið og mun hafa það í huga við gerð nýs deiluskipulags á svæðinu.
14.
Fundaáætlun USK 2023
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur formanni nefndar að gera fundaáætlun útfrá umræðum á fundinum og leggja fyrir næsta fund.
15.
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Hagræðingar í málaflokki úrgangsmála. Til umræðu. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna tillögur í samræmi við umræður á fundinum.
16.
735 Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði - breyting, minnkun skipulagssvæðis
Breyting á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði þannig að hluti þess sem nær inn á skipulagssvæði Dals athafnasvæðis verði felldur úr gildi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangnamunna á Eskifirði og vísar erindinu í til afgreiðslu í bæjarstjórn.
17.
Fjarðarbraut 57 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fjarðarbraut 57, Stöðvarfirði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun á bílskúr. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er undirskriftum íbúa Fjarðarbrautar 59 ásamt öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.