Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

29. fundur
27. júní 2023 kl. 14:30 - 17:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Benedikt Jónsson varamaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck umhverfis- og skipulagsfulltrúi
Dagskrá
1.
Stækkun lóða við Hjallaleiru
Málsnúmer 2303218
Bæjarstjórn vísar dagskrárlið til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar að nýju. Umhverfis- og skipulagsnefnd stendur við fyrri ákvörðun sína í ljósi þess að stækkun lóða fer út fyrir deiliskipulagsmörk. Einnig fer stækkunin út fyrir landnotkunarflokk iðnaðar- og athafnasvæðis og fer inn á landbúnaðarsvæði skv. Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.
2.
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Málsnúmer 2302021
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalista samþykkir tillögu 3 í minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála: Greining kostnaðarliða v/reksturs móttökustöðva. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að leggja fyrir útfærslu á grenndarstöðvum og halda áfram vinnu við hagræðingu í rekstri á móttökustöðvum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kristinn Þór Jónasson og Benedikt Jónsson sitja hjá.
3.
Ný staðsetning gámasvæða
Málsnúmer 2209189
Ný staðsetning gámasvæða. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að ný staðsetning gámasvæðis á Reyðarfirði á Hjallaleiru og vísar erindinu í bæjarráð.
4.
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2302213
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar, tillögur að samningsvæðum. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að yfirfara samning í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir nefnd að nýju. Nefndin samþykkir tillögur að samningssvæðum og nýja aðkomu að skógræktarsvæðinu.
5.
Járn- og bílhræ
Málsnúmer 2306109
Járn- og bílhræ. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála að skoða málið nánar í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.
6.
Umsókn um lóð Stekkholt 19
Málsnúmer 2306099
Umsókn um lóð fyrir íbúðarhús að Stekkholti 19, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
7.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Miðstræti 10 (Holt)
Málsnúmer 2306062
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Miðstræti 10 (Holt), Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
8.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 18
Málsnúmer 2306147
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 18. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu.
9.
Ystidalur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2306106
Ystidalur 5, Eskifirði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum gögnum hefur verið skilað með fyrirvara um grenndarkynningu.
10.
Melbrekka 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2306153
Melbrekka 9, Reyðarfirði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
11.
Ímastaðir Innribær - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2306141
Ímistaðir Innribær - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir bogaskemmu. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
12.
Umsagnarbeiðni um mál nr. 00312023 í skipulagsgáttinni
Málsnúmer 2306117
Umsagnarbeiðni Múlaþings um mál: Snjóflóðavarnarkeilur norðan Öldugarðs, nr. 0031/2023: Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi). Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulagi.
13.
Bréf Veðurstofunnar vegna íbúðabyggðar við Sæbakka, Neskaupstað
Málsnúmer 2306118
Bréf Veðurstofunnar vegna íbúðabyggðar við Sæbakka, Neskaupstað til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
14.
Hættumat fyrir ofanflóð í Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306138
Farið yfir vinnu við hættumat í Stöðvarfirði og næstu skref. Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar fór yfir stöðu mála.
15.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2306140
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámsvæði Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði á Eskifirði.
16.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2023
Málsnúmer 2301174
Fundargerð 173. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
17.
Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2302173
Svör Eflu í samræmi við bóknun nefndarinnar þar sem óskað er

"..eftir nánari hönnunargögnum sem snúa að mótvægisaðgerðum er varðar hljóðsvist.."
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu til næsta fundar.
18.
Strandgata 2 - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2306135
Strandgata 2, Eskifirði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
19.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Miðstræti 23
Málsnúmer 2306164
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Miðstræti 23, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
20.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgata 34 Nesk
Málsnúmer 2306163
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Strandgötu 34, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
21.
Umsókn um lóð við Strandgötu 100 Eskifirði
Málsnúmer 2306177
Umsókn um lóð við Strandgötu 100 Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að úthluta lóðinni þegar búið er að ganga frá samkomulagi og lóðarmörkum við lóðarhafa á Strandgötu 98b. Erindinu er vísað í bæjarráð.