Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

3. fundur
25. júlí 2022 kl. 16:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Umsókn um lóð
Málsnúmer 2207097
Lögð fram lóðarumsókn Elfars Arons Daðasonar , dagsett 18. júlí 2022, þar sem sótt er um lóðina við Miðdal 16 á Eskifirði undir einbýlishús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2.
Umsókn um lóð
Málsnúmer 2207091
Lögð fram lóðarumsókn Guðna Þórs Elíassonar, dagsett 15. júlí 2022, þar sem sótt er um lóðirnar við Daltún 9 og 11 á Eskifirði undir iðnaðarhúsnæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir málið í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
3.
730 Stekkjartún 9 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 2202144
Lögð fram byggingarleyfisumsókn HRMS Byggingar ehf. dagsett 16.febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 m2 einbýlishús á lóðinni á Stekkjartúni 9 á Reyðarfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefns samþykkir byggingarleyfisumsóknina.
4.
730 Stekkjartún 7 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 2202143
Lögð fram byggingarleyfisumsókn HRMS Byggingar ehf. dagsett 16.febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 m2 einbýlishús á lóðinni á Stekkjartúni 7 á Reyðarfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefns samþykkir byggingarleyfisumsóknina.
5.
730 Stekkjartún 2 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 2202142
Lögð fram byggingarleyfisumsókn HRMS Byggingar ehf. dagsett 16.febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 m2 einbýlishús á lóðinni á Stekkjartúni 2 á Reyðarfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefns samþykkir byggingarleyfisumsóknina.
6.
Strandgata 58 - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2207023
SM Fasteignir ehf sækja um leyfi til að rífa sjóhús er stendur við Strandgötu 58 á Eskifirði.
Heimild Minjastofnunar liggur fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar rifin og að staðið verði að þeim í samræmi við umsögn Minjastofnunar.
7.
735 Strandgata 64 - byggingarleyfi, breyting innanhúss
Málsnúmer 1801091
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Tómasar Valdimarssonar fyrir breytingum innanhúss á íbúð nr. að Strandgötu 64 á Eskifirði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfið.
8.
730 Búðarmelur 5a-b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2203077
Fram lagður tölvupóstur frá Önnu Berg Samúelsdóttur þar sem fallið er frá umsókn um lóðina Búðarmel 5a og b.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóðinni verði skilað.
9.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2207093
Lögð fram umsókn Helgu Margrétar Sveinsdóttur, dagsett 18. júlí 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Ásvegi 4 á Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10.
Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og loftslagsmál
Málsnúmer 1905130
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélag þar sem boðað er til upplýsinga- og samráðsfundar 31. ágúst nk. þar sem farið verður yfir framgang og stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum sem ákváðu þátttöku í þeim 2021. Fundurinn er ætlaður til að upplýsa nýkjörna fulltrúa sem og þá sem komið hafa að vinnu við innleiðinguna sem og að halda áfram samstarfi um hana.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skrá þá nefndarmenn er vilja sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
11.
Ósk um umsögn, Akstursíþróttasvæði, Aðalskipulagsbreyting Fljótsdalshérað
Málsnúmer 2207055
Lögð fram beiðni um umsögn um tillögu um breytinar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, akstursíþróttasvæði. sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
12.
Ný reglugerð um umferðarmerki í opið samráð
Málsnúmer 2207083
Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um umferðarmerki sem ætlað er að leysa af hólmi gildandi reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995, með síðari breytingum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
13.
Samráð á skipulagsstigi
Málsnúmer 2207061
Lagt fram til kynningar erindi frá skipulagsdeild Vegagerðarinnar.
14.
Ósk um umsögn, aðalskipulagsbreyting, Fjarðarheiðargöng
Málsnúmer 2207048
óskað er eftir umsögn við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingarnar tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum við jarðgöng undir Fjarðarheiði. Við Seyðisfjörð er um að ræða staðsetningu gangamunna, nýja veglínu og undirgöng, efnistökusvæði, breytta landnotkun vegna færslu á golfvelli auk skilgreininga á nýjum göngu-, hjóla- og reiðleiðum. Greinagerð og uppdrættir eru í viðhengi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna
15.
Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi
Málsnúmer 2207106
Lögð fram til kynningar stefna 2022-2027 um verndum og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi.
16.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 3. Nóvember 2021
Málsnúmer 2110069
Framlögð til kynningar árskýrsla HAUST 2021
17.
Umsagnrbeiðni rekstraleyfi The Bank Sleeping
Málsnúmer 2207117
Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili frá Gráfinnur ehf fyrir The Bank Sleeping, Hafnarbraut 20, 740 Neskaupstað.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur sviðstjóra framkvæmdarsviðs að gefa út rekstrarleyfið þegar öllum gögnum hefur verið skilað.