Umhverfis- og skipulagsnefnd
30. fundur
11. júlí 2023
kl.
14:30
-
16:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Farið yfir stöðu byggingarleyfis vegna hljóðveggs við Hafnargötu 36 á Fáskrúðsfirði.
Farið yfir gögn sem borist hafa vegna grenndarkynningar vegna byggingarleyfis hljóðveggs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að ljúka úrvinnslu athugasemda sem borist hafa vegna grenndarkynningar og leggja fyrir nefndina. Jafnframt óskar nefndin greinargerðar lögmanns sveitarfélagsins um stöðu málsins. Vegna sumarleyfa hefur ekki náðst að ljúka úrvinnslu málsins en því verður hraðað eins og kostur er að afloknu sumarleyfi.
Farið yfir gögn sem borist hafa vegna grenndarkynningar vegna byggingarleyfis hljóðveggs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að ljúka úrvinnslu athugasemda sem borist hafa vegna grenndarkynningar og leggja fyrir nefndina. Jafnframt óskar nefndin greinargerðar lögmanns sveitarfélagsins um stöðu málsins. Vegna sumarleyfa hefur ekki náðst að ljúka úrvinnslu málsins en því verður hraðað eins og kostur er að afloknu sumarleyfi.
2.
Göngustígur utan við fótboltavöll, Stöðvarfirði
Framlögð beiðni um styrk vegna framkvæmdaleyfis.
Nefndin hefur ekki á forræði sínu styrkveitingar en vísar beiðni til bæjarráðs.
Nefndin hefur ekki á forræði sínu styrkveitingar en vísar beiðni til bæjarráðs.
3.
Uppsetning á útiæfingatækjum
Framlagt að nýju erindi Guðrúnar S. Guðmundsdóttur og Guðrúnar Smáradóttur um uppsetningu útiæfingatækja á Norðfirði.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að finna hentugt svæði undir tækin í samráði við gefendur og garðyrkjustjóra og leggja fyrir nefndina.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að finna hentugt svæði undir tækin í samráði við gefendur og garðyrkjustjóra og leggja fyrir nefndina.
4.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 18
Tekin fyrir að nýju umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir Hlíðargötu 18 og stækkun lóðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning. Nefndin bendir á að brunahani er staðsettur á horni lóðar við bílastæði og taka þurfti tillit til þess vegna skipulags bílastæðis.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning. Nefndin bendir á að brunahani er staðsettur á horni lóðar við bílastæði og taka þurfti tillit til þess vegna skipulags bílastæðis.
5.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Lundargata 4
Framlögð beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings um Lundargötu 4 á Reyðarfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og
felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og
felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
6.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Framlögð umsókn Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað um hugmyndir um breikkun knattspyrnuvallar og stækkun lóðar undir knattspyrnuvöll.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi miðbæjar á Norðfirði þar sem gert er ráð fyrir stækkun knattspyrnuvallarins í samræmi við tillögu sem lögð er fram. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að leggja fyrir nefndina breytt deiliskipulag til afgreiðslu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi miðbæjar á Norðfirði þar sem gert er ráð fyrir stækkun knattspyrnuvallarins í samræmi við tillögu sem lögð er fram. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að leggja fyrir nefndina breytt deiliskipulag til afgreiðslu.
7.
Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
Framlögð drög að deiliskipulagi fyrir Nes- og Bakkagil á Norðfirði ásamt greinargerð skipulags.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
8.
740 deiliskipulag fólkvangs Neskaupstaðar
Framlagðar tillögur að breytingu á deiliskipulagi Fólkavangur Neskaupstaðar en lagðar eru til breytingar á afmörkun deiliskipulags við aðkomu að svæðinu vegna Stóralækjar vegna samræmingar við nýtt deiliskipulag fyrir Nes- og Bakkagil.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
9.
Deiliskipulag Drangagil - endurskoðun
Framlögð tillaga að breytingu deiliskipulags Svæðis 1 fyrir snjóflóðavarnir í Neskaupstað, Drangagilssvæðið en lagðar eru til breytingar á afmörkun deiliskipulags vegna samræmingar við nýtt deiliskipulag fyrir Nes- og Bakkagil.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
10.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2022
Lagðar eru fram tillögur til kynningar frá Eflu, vegna umsóknar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða við Búðarárfoss. Um er að ræða fyrsta hluta framkvæmdar sem er göngustígur frá vatnssöfnunartanki og áleiðis inn að Búðarárfossi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd lýst vel á framlagðar tillögur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd lýst vel á framlagðar tillögur.