Umhverfis- og skipulagsnefnd
31. fundur
1. ágúst 2023
kl.
15:30
-
16:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Ingunn Eir Andrésdóttir
varamaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Umsókn um lóð
Nestak sækir um lóðina Sólbakka 2 til 6 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni en vekur athygli á gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir 1,5 hæð.
2.
Sólbakki 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framlögð umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi frá Nestak fyrir fjölbýlishús að Sólbakka 2 til 6 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að grenndarkynningu lokinni og öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Melbrún 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Melbrún 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Framlögð umsókn um stækkun lóðarinnar Strandgata 18A á Norðfirði. Sótt er um stækkun á lóð samkvæmt upplýsingum og teikningu sem sent var á Svan Árnason þann 10.júlí 2023 en við komum ekki inn viðhengjum með hér. Sótt um stækkun á lóð til norðurs inn á land Fjarðabyggðar svo hægt sé að koma fyrir geymslukofa á lóð. Sótt er um stækkun upp á 8 metra til norðurs upp í gilið. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stækkun lóðar og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðaleigusamning.
5.
Deiliskipulag Balinn, Stöðvarfirði
Framlagt erindi frá Sterkum Stöðvarfirði þar sem lagðar eru fram hugmyndir að nýtingu Balans. Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum og lýst vel á útfærslu á fyrirhuguðum almenningsgarði á Balanum, Stöðvarfirði. Nefndin kemur til með að hafa verkefnið til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2024.
6.
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Vísað frá bæjarráði til kynningar umhverfis- og skipulagsnefndar tillögu um innleiðingu á klippikortum á móttökustöðvum úrgangs í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir því að frá og með 15. september þurfi einstaklingar og rekstraraðilar að framvísa klippikortum á gámavöllum við losun úrgangs. Eitt klippikort verði afhent hverju heimili án endurgjalds en eftir það verði innheimt gjald við afhendingu klippikorta. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna og felur verkefnisstjóra umhverfismála að gera minnisblað er varðar þjónustustig móttökustöðva.
7.
Umsókn um framkvæmdarleyfi - vegalagning, gönguslóðar og fleira
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi frá Sigurði Baldurssyni. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og bendir á ábendingar og tillögur Náttúrustofu Austurlands og Fiskistofu. Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
Þuríður Lillý Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Þuríður Lillý Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
8.
Fjallskilanefnd - 3
Fundargerð fjallskilanefndar frá 13. júlí lögð fram til afgreiðslu. Umhverfis- og skipulagsnefnd staðfestir fundargerð.
9.
Fjallskilanefnd - 4
Fundargerð fjallskilanefndar frá 28. júlí lögð fram til afgreiðslu. Umhverfis- og skipulagsnefnd staðfestir fundagerð.
10.
Ystidalur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Niðurstöður grenndarkynningar fyrir Ystadal 5, Eskifirði. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum gögnum hefur verið skilað.