Umhverfis- og skipulagsnefnd
33. fundur
29. ágúst 2023
kl.
14:30
-
16:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Kynnt hugmynd að útfærslu á úrgangsmálum. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna endanlega tillögu til samþykktar út frá umræðum á fundinum.
2.
735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Umsögnum á kynningartíma svarað vegna Deiliskipulags Dals athafnasvæðis á Eskifirði og skipulagið lagt fram til endanlegrar samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og vísa því til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
3.
735 Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði - breyting, minnkun skipulagssvæðis
Umsögnum á kynningartíma svarað vegna Deiliskipulags Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði - breyting, minnkun skipulagssvæðis og skipulagið lagt fram til endanlegrar samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og vísa því til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
4.
Erindi til Umhverfis og skipulagsnefndar. Uppsetning á sólarsellum, vindmyllum og rafhlöðupakka
Erindi til umhverfis og skipulagsnefndar. Uppsetning á sólarsellum, vindmyllu og rafhlöðupakka. Umhverfis- og skipulagsnefnd líst vel á verkefnið og samþykkir uppsetningu á sólarsellum, vindmyllu og rafhlöðupakka.
5.
Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umsögn byggingarfulltrúa lögð fram. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
6.
Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á gámsvæði Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á nýtt sameiginlegt gámasvæði á Símonartúni, Eskifirði.
7.
Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á gámsvæði Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á gámasvæði á Fáskrúðsfirði.
8.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Búðareyri 4
Umsókn Fjarðabyggðar um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Búðareyri 4, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að afla frekari gagna.
9.
Framkvæmdaleyfi vegslóði Mjóafirði
Sótt er um framkvæmdaleyfi til þess að bæta smalaslóða sem liggur frá Reykjum í Mjóafirði út að Krossi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir. Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
10.
Umsókn um lóð Hjallaleira 8
Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhús að Hjallaleiru 8, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
11.
Ný staðsetning gámasvæða
Flutningur gámasvæðis Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir sameiginlegt gámasvæði fyrir Reyðarfjörð og Eskifjörð á Símonartúni, Eskifirði.
12.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram frá fjármálastjóra yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrstu 6 mánuði ársins 2023. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta áframhaldandi deiliskipulagsvinnu við íbúabyggð, Dalur 3, Eskifirði og Balinn, Stöðvarfirði. Vinna við deiliskipulag verður sett á fjárhagsáætlun næsta árs.