Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

35. fundur
26. september 2023 kl. 14:30 - 16:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
Málsnúmer 2303368
Umsögnum á kynningartíma svarað vegna Deiliskipulags Nes- og bakkagils og skipulagið lagt fram til endanlegrar samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og vísa því til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
2.
Deiliskipulag Drangagil - endurskoðun
Málsnúmer 2307048
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir svæði 1 fyrir snjóflóðavarnir í Neskaupstað, Drangagilssvæði. Breytingin gengur breytt skipulagsmörk til samræmis við nýtt aðliggjandi deiliskipulag. Grenndarkynning var auglýst með athugasemdafresti til 30. ágúst 2023. Fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Veðurstofu Íslands sem gerðu ekki athugasemdir við breytingartillöguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
Málsnúmer 2308105
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024. Atvinnu- og þróunnarstjóri óskar eftir hugmyndum nefndarmanna um áfangastaði ferðamanna. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.
4.
Nesk Rútustæði Sólbakka
Málsnúmer 2309134
Beiðni um færslu á rútustæði við Sólbakka, Neskaupstað vegna framkvæmda. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tilfærslu á bílastæði fyrir stærri ökutæki frá Sólbakka að Eyrargötu. Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að upplýsa hlutaðeigandi aðila um nýja staðsetningu.
5.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 2309162
Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs 2024 lögð fram til umfjöllunar. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar til áframhaldandi umræðu og felur verkefnastjóra umhverfismála að uppfæra gjaldskrá í samræmi við umræður á fundinum.
6.
Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024
Málsnúmer 2309156
Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2024 lögð fram til umfjöllunar. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar til áframhaldandi umræðu og felur verkefnastjóra umhverfismála að uppfæra gjaldskrá í samræmi við umræður á fundinum.
7.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2024
8.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2309120
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20ft gám við N1 Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar umsókn um 20ft gám við N1. Í 7.gr deiliskipulagi miðbæjar, Reyðarfjarðar segir "óheimilt er að geyma gáma, báta, óskráð ökutæki, eða annað rusl á lóðum. Byggingarfulltrúi getur látið fjarlægja slíkt með eins mánaðar fyrirvara og án frekari tilkynninga".
Viðhengi
lóð 2.jpg
9.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Gilsbakki 1
Málsnúmer 2309104
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Gilsbakka 1. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út nýjan lóðarleigusamning í samræmi við nýtt lóðarblað.

Heimir Snær Gylfasson vék af fundi undir þessum lið.
10.
Erindi vegna gámasvæðis á Reyðarfirði
Málsnúmer 2309019
Erindi vegna gámasvæðis á Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar erindin og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að svara þeim spurningum sem fram komu í erindinu.

Heimir Snær Gylfasson og Ingunn Eir Andrésardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að nefndin geti ekki staðið við upphaflega áætlun um gámasvæði á Reyðarfiðri við Hjallaleiru 10.

11.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2023
Málsnúmer 2301174
174. fundargerð heilbrigðisnefndar Austurlands. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakka kynninguna.
12.
Umsókn um lóð Árdalur 13
Málsnúmer 2309210
Umsókn um lóð fyrir íbúðarhús að Árdal 13, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
13.
Tilkynning um kæru 111/2023, stjórnvald
Málsnúmer 2309214
Tilkynning um kæru 111/2023, stjórnvald. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagssins.
14.
Til umsagnar 3. mál frá nefnda- og greiningarsviði alþingis
Málsnúmer 2309215
Til umsagnar 3. mál frá nefnda- og greiningarsviði alþingis. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur ekki þörf á að veita umsögn um málið.
15.
Tjaldsvæði 2023
Málsnúmer 2203199
Tillögur vegna staðsetninga lagt fram vegna sölu tjaldsvæða í Fjarðabyggð til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og atvinnu- og þróunarstjóra að uppfæra minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.
16.
Búðarmelur 7a-c - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2309222
Búðarmelur 7a-c - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.