Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

36. fundur
10. október 2023 kl. 14:30 - 17:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Jóhanna Guðný Halldórsdóttir varamaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Deiliskipulag breyting Miðbær Nesk v. fótboltavöllur
Málsnúmer 2308005
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar. Breytingin er tilkomin þar sem þörf er á að breikka fótboltavöllinn í samræmi við nýjar reglugerðir um stærð fótboltavalla. Við breikkun vallarins minnkar lóð Þórhólsgötu 1 og Þórhólsgötu 6. Samþykki fékkst frá eigendum að Þórhólsgötu 1 og Þórhólsgötu 6 og grenndarkynning þar með samþykkt. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.
Umsókn um lóð Árdalur 15
Málsnúmer 2309257
Umsókn um lóð fyrir íbúðarhús að Árdal 15, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
3.
Umsókn um lóð Hafnargata 27 Fásk
Málsnúmer 2309240
Umsókn um iðnaðarlóð fyrir skemmu að Hafnargötu 27, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar þar til lóðarblöð liggja fyrir.
4.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Bakkagerði 20
Málsnúmer 2310030
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Bakkagerði 20, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning með breyttum lóðarmörkum.
5.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 25
Málsnúmer 2310028
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 25, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar þar til lóðarblöð liggja fyrir.
6.
Strandblakvöllur í Neskaupstað ný staðsetning
Málsnúmer 2308071
Strandblakvöllur í Neskaupstað ný staðsetning. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til aðra tillögu að staðsetningu fyrir strandblaksvöll fyrir ofan Starmýri og felur atvinnu- og þróunarstjóra að bera nýja tillögu undir stjórn Þróttar.
7.
Hoppubelgur Neskaupstað ný staðsetning
Málsnúmer 2308072
Lögð til samþykktar ný staðsetning fyrir hoppubelg í Neskaupstað vegna framkvæmda ofanflóðavarna. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að skoða staðsetningu milli sundlaugar og lystigarðs nánar og felur atvinnu- og þróunarstjóra að ræða við hlutaðeigandiaðila.
8.
Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla
Málsnúmer 2309196
Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar tillögu innviðaráðherra að þingsályktun um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Drög hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 31.10.2023. Bæjarráð vísar drögum til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar og umsagnar skipulags- og umhverfisfulltrúa. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
9.
Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
Málsnúmer 2309231
Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að huga að staðsetningum innviða fyrir orkuskipti.
10.
Ósk um undanþágu urðunargjalda og aðgangs að raftækjagámum
Málsnúmer 2310004
Ósk um undanþágu urðunargjalda og aðgangs að raftækjagámum. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur verkefnastjóra umhverfismála að útfæra afslátt af urðunargjaldi samkvæmt umræðum á fundinum. Sveitarfélagið mun leggja sig fram við að beina fólki í nytjagáminn en getur ekki veitt aðgang að raftækjum sem eigandi hefur kosið að setja í eyðingu.
11.
Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024
Málsnúmer 2305072
Farið yfir fjárhagsáætlun málaflokka nefndarinnar fyrir árið 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu til aukafundar.
12.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2024
Málsnúmer 2309164
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir uppfærða gjaldskrá með 5,8% hækkun og vísar erindinu í bæjarráð.
13.
Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024
Málsnúmer 2309156
Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir gjaldskrána með fyrirvara um breytingar er varða niðurfellingu gjalda vegna þjónustuhunda. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að bæta inn sambærilegum texta og er í drögum um samþykkt í gjaldskrá vegna þjónustuhunda. Erindinu er vísað til bæjarráðs.
14.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 2309162
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs. Málinu er frestað þar til aukafundar.
15.
Tjaldsvæði 2023
Málsnúmer 2203199
Lagt fram til samþykktar afmörkuð landssvæði fyrir tjaldsvæði til söluferlis í Fjarðabyggð. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir staðsetningar á framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar í mannvirkja- og veitunefnd.
Viðhengi
Minnisblað