Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

37. fundur
20. október 2023 kl. 14:30 - 16:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Jóhanna Guðný Halldórsdóttir varamaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024
Málsnúmer 2305072
Framhald umræðu um fjárhagsáætlun málaflokka umhverfis- og skipulagsnefndar í fjárhagsáætlun ársins 2024. Lögð fram tillaga um áætlun fyrir hvern lið nefndarinnar í málaflokknum eins og hún fer fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til fyrri umræðu að öðru óbreyttu. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að koma með uppfærðar tölur sem sýnir rekstrarniðurstöðu sem er af árið 2023.
2.
Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024
Málsnúmer 2310115
Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir uppfærða gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 2309162
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að breyta gjaldskrá í samræmi við umræður á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024
Málsnúmer 2309156
Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir óbreytta gjaldskrá og tekur gjaldskrá ekki hækkun fyrir árið 2024 þar sem að rekstrarniðurstaða er jákvæð við óbreytta gjaldskrá.