Umhverfis- og skipulagsnefnd
4. fundur
11. ágúst 2022
kl.
16:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Ingunn Eir Andrésdóttir
varamaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Grenndarkynning Hrauntún 3-5 og 7-13 raðhúsarlóð
Fram lögð drög að grenndarkynningu fyrir lóðirnar Hrauntún 3 til 5 og 7 til 13 á Breiðdalsvík vegna umsóknar um parhúss og fjórbýli á lóðunum. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir grenndarkynningu og fagnar uppbyggingu á Breiðdalsvík.
2.
Umsókn um lóð - 730 Hjallaleira21
Framlögð lóðarumsókn Malbikunarstöðvar Austurlands þar sem sótt er um iðnaðarlóðina Hjallaleiru 21. Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram og ræða við umsækjanda. Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi.
3.
Naustahvammur 54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá Heimi Snæ Gylfasyni þar sem sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús á lóð nr. 54 við Naustahvamm, Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
4.
740 Sæbakki 19 ABCD Byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir hönd Búðinga ehf. þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús að Sæbakka 19 á Norðfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað og að uppfylltum byggingarskilmálum lóðarinnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað og að uppfylltum byggingarskilmálum lóðarinnar.
5.
755 Óseyri - Framkvæmdaleyfi, efnistaka
Fram lagður tölvupóstur frá Ívari Ingimarssyni vegna framkvæmdaleyfis fyrir malarnám á efni í landi Óseyrar á Stöðvarfirði. Námu hefur verið lokað og ekki gert ráð fyrir efnistöku í aðalskipulagi úr námunni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd afturkallar framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr malarnámu í landi Óseyrar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd afturkallar framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr malarnámu í landi Óseyrar.
6.
Umsókn um lóð Heiðarvegur 730
Lögð fram fyrirspurn varðandi lóð fyrir spennustöð upp við Heiðarveg og Hæðargerði, við stríðsárasafn. Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar umsókninni og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að finna heppilegri staðsetningu fyrir nýja spennistöð í samráði við umsækjanda.
7.
Umsókn um lóð Öldugata 730
Lögð fram fyrirspurn varðandi lóð fyrir spennustöð upp við Öldugötu, neðan við Austurveg. Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar umsókninni og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að finna heppilegri staðsetningu fyrir nýja spennistöð í samráði við umsækjanda.
8.
750 Beiðni um breytingu á heiti landsins - jarðarinnar Neðri-Vík í Blávík
Framlögð beiðni um breytingu á nafni jarðarinnar Neðri Vík verði Blávík. Jörðin er á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir nafnabreytingu á jörðinni Neðri-Vík
9.
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi á haustdögum 2022
Framlagt erindi Landsamtaka landeigenda á Íslandi til kynningar um fyrirhugaðan aðalfund og starfsemi samtakanna.
10.
Fjallskilanefnd - 1
fundagerð fjallskilanefndar 10.8.2022 lögð fram til afgreiðslu