Umhverfis- og skipulagsnefnd
5. fundur
23. ágúst 2022
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
varaformaður
Birkir Snær Guðjónsson
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Jörgen Sveinn Þorvarðarson
embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða
Meðfylgjandi er erindi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Fjarðabyggðar og hafnarstjórnar á tillögu um strandsvæðisskipulag Austfjarða. Frestur til að skila inn umsögn er til 15. september næst komandi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera umsögn fyrir hönd Fjarðabyggðar og kynna fyrir nefndinni á fundi 6.
2.
Strandgata 18a 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Nestaks ehf, dagsett 10. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð við Strandgötu 18a á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
3.
Strandgata 18b 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Nestaks ehf, dagsett 10. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð við Strandgötu 18b á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
4.
Strandgata 16 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Nestaks ehf, dagsett 10. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð við Strandgötu 16 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
5.
Egilsbraut 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Egilsbraut 6
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Pan ehf, dagsett 9. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á verslunarhúsnæði Pan á lóð við Egilsbraut 6 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Pan ehf, dagsett 9. ágúst 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á verslunarhúsnæði Pan á lóð við Egilsbraut 6 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
6.
Grenndarkynning Hrauntún 3-5 og 7-13 raðhúsarlóð
Ný grenndarkynning vegna breytinga á lóðunum Hrauntúni 1-9, Breiðdalsvík lögð fram til samþykktar. Fyrri grenndarkynning var kynnt á 4.fundi umhverfis- og skipulagsnefndar en hún var dregin til baka vegna athugasemda. Ný grenndarkynning kynnt með sama fyrirkomulagi og fyrri, allar undirskriftir liggja fyrir. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir grenndarkynninguna.
7.
Umsókn um lóð að Hrauntúni 7-9
Róbert Óskar Sigurvaldason sækir um lóð að Hrauntúni 7-9 Breiðdalsvík fyrir parhús. Umsóknin kemur í kjölfar grenndarkynningar sem gerð var fyrr í ágúst. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
8.
Umsókn um lóð - 730 Hjallaleira21
Malbikunarstöð Austurlands sækir um lóð að Hjallaleiru 21, 730 Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
9.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi frá Inga Vilbergssyni varðandi Austurveg 59c, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að útbúa lóðarblað og gera nýjan lóðarleigusamning.
10.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
ÞR Eignir ehf. óska eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi á Hafnargötu 7, 730 Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
11.
Norðfjarðarflugvöllur
Lögð fram til kynningar beiðni frá Isavia um endurnýjun girðingar á suðurkanti Norðfjarðarflugvallar.
12.
Umsókn um lóð Öldugata 730
Á fundi 4. hjá umhverfis- og skipulagsnefnd var lóðarumsókn frá Rarik varðandi spennistöð við Öldugötu lögð fyrir. Þeirri umsókn var hafnað í ljósi óheppilegrar staðsetningar og skipulags- og umhverfisfulltrúa var falið að finna nýja staðsetningu fyrir spennistöðina í samráði við Rarik. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir nýja framlagða tillögu lóðar.
13.
Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhúsnæði að Daltúni 9
Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhúsnæði að Daltúni 9. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um lóð að Daltúni 9 og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út lóðarblað.
14.
Umsókn um lóð Heiðarvegur 730
Á fundi 4. hjá umhverfis- og skipulagsnefnd var lóðarumsókn frá Rarik varðandi spennistöð við Heiðarveg lögð fyrir. Þeirri umsókn var hafnað í ljósi óheppilegrar staðsetningar og skipulags- og umhverfisfulltrúa var falið að finna nýja staðsetningu fyrir spennistöðina í samráði við Rarik. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að málið fari í grenndarkynningu í Efstagerði 1-3-5-7.