Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

8. fundur
27. september 2022 kl. 16:00 - 18:19
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Björgvin V Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
Jörgen Sveinn Þorvarðarson embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2023
Málsnúmer 2208083
Framhald umræðu um fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs frá síðasta fundi. Lagt fram yfir frá fjármálastjóra um teksturinn í fyrra og í ár ásamt fyrstu tillögu að sundurliðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
2.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2209218
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Urðarteig 17, Neskaupsstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
3.
740 Melagata 12 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2205208
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Melgötu 12, Neskaupsstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
4.
Umsókn um lóð Hafnarbraut 40
Málsnúmer 2209220
Sótt eru um lóð að Hafnarbraut 40, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
5.
Umsókn um lóðir Hlíðarbrekka 1-3-5-7
Málsnúmer 2209201
Sótt eru um lóðirnar Hlíðarbrekku 1-3-5-7, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
6.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2209200
Umsókn um stöðuleyfi fyrir færanleg starfsmanna híbýli að Hlíðarbrekku 1-7. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir fjórum íbúðagámaeiningum að uppfylltum skilyrðum viðeigandi stofnana.
7.
Umferðaröryggi - Gatnamót Stekks og Kvíabrekku
Málsnúmer 2209217
Umferðaröryggi - Gatnamót Stekks og Kvíabrekku.Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmönnum sviðsins að koma með úrlausn á vandamálinu og leggja fyrir að nýju.
Viðhengi
Minnisblað
8.
Fugladauði
Málsnúmer 2208118
Minnisblað varðandi fugladauða í Fjarðabyggð, til kynningar.
Viðhengi
Minnisblað
9.
Ný staðsetning gámasvæða
Málsnúmer 2209189
Tillaga að nýjum gámasvæðum á Hjallaleiru 10, Reyðarfirði og Símonartúni, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögur að nýjum gámasvæðum á Reyðarfirði og Eskifirði. Nefndin felur starfsmönnum sviðsins að sjá til þess að frágangur og ásýnd lóðanna verði til fyrirmyndar.
10.
Geymslusvæði Eskju á Eskifirði
Málsnúmer 2209151
Aðgerðir varðandi geymslusvæði Eskju á Eskifirði til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við Eskju.
11.
Lystigarðurinn í Neskaupstað
Málsnúmer 2209110
Framlagt bréf frá Lystigarðsnefnd Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað um lystigarðinn í Neskaupstað. Erindi vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs, garðyrkjustjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að funda með lystigarðsnefndinni. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir afstöðu bæjarráðs að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs, garðyrkjustjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa að funda með lystigarðsnefndinni. Nefndin tekur undir áhyggjur Lystigarðsnefndar varðandi ásýnd garðsins og styður umbætur á garðinum.
12.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2023
Málsnúmer 2209158
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2023 lögð fram til umræðu. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fela starfsmönnum sviðsins að útfæra gjaldskrá í samræmi við umræðu fundarins.
13.
Gjaldskrá hunda og kattahald 2023
Málsnúmer 2209170
Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023 lögð fram til umræðu. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
14.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023
Málsnúmer 2209117
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023 lögð fram til umræðu. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmönnum sviðsins að vinna áfram að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð í samráði við framkvæmdasvið.
15.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2022
Málsnúmer 2202061
Fundargerð 169. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð til kynningar.
16.
Fjallskilanefnd - 2
Málsnúmer 2209010F
fundagerð fjallskilanefndar 14.9.2022 lögð fram til afgreiðslu

1. 2208084 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjallskilanefndar 2023

Lagður fram rammi bæjarráðs að fjárhagsáætlun ársins 2023 ásamt reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2023. Fjármálastjóri mun mæta á fundin og fara yfir áætlunargerðina. Fjallskilanefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt fjallskilastjóra að ástandsskoða fjárréttir í Fjarðabyggð og gera verk- og kostnaðaráætlun á endurbótum.


2. 2208175 - Fjallskilasamþykkt SSA
Framlagt bréf Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um endurskoðun fjallskilasamþykktar en hún hefur tekið breytingum frá því sem hún var upphaflega afgreidd í gegnum landbúnaðarnefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Fjallskilasamþykkt hefur ekki fengið formlega afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð vísaði fjallskilasamþykktinni til umfjöllunar fjallskilanefndar.

Fjallskilanefnd gerir tillögu að breytingum á 22.gr Fjallskilasamþykktar sveitarfélaga á austurlandi. Þar sem fram kemur að fé skuli ekki ganga á afrétt, upprekstrarheimalandi og/eða heimalandi annarra jarða eftir löggöngur. Nefndin álítur réttara að miða við dagsetningu t.d. 20. nóvember þar sem fullorðnar ær ganga oft í heimalandi eftir löggöngur við gott atlæti.

Fjallskilanefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að koma tillögunni til stjórnar SSA.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30