Fara í efni

Ungmennaráð

14. fundur
8. maí 2024 kl. 16:30 - 18:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Elín Eik Guðjónsdóttir aðalmaður
Margarette B. Sveinbjörnsdóttir aðalmaður
Tinna Rut Hjartardóttir aðalmaður
Emilía Björk Ulathowska aðalmaður
Pálína Hrönn Garðarsdóttir aðalmaður
Unna Dís Guðmundsdóttir aðalmaður
Eyvör Rán Ívarsdóttir aðalmaður
Sævar Emil Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
Hólmfríður M. Benediktsdóttir embættismaður
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Hólmfríður M. Benediktsdóttir
Dagskrá
1.
Kuldaboli 2024
Málsnúmer 2404072
Ungmennaráð vill að Kuldaboli haldi áfram að vera yfir nóttu en bendir á að hugsanlegt sé betra að nýta íþróttahúsið á Reyðarfirði sem gistipláss. Við það eykst öryggi þar sem sýnileikinn yrði meiri yfir ungmennum. Einnig færi betur um ungmennin í íþróttahúsinu þar sem mikill kuldi er í höllinni.
2.
Heimsókn lögreglu til ungmennaráðs
Málsnúmer 2405024
Lögreglan kom í heimsókn til ungmennaráðs í spjall og fá ábendingar um hvernig megi betur ná til ungs fólks.
3.
Kynning á starfamessu til ungmennaráðs
Málsnúmer 2405025
Starfamessa var kynnt fyrir ungmennaráði og ritaði ungmennaráð niður nokkra punkta fyrir Starfamessuna. Ungmennaráð hefur einnig áhuga á að koma að skipulagi Starfamessu 2024.