Ungmennaráð
2. fundur
18. desember 2019
kl.
15:30
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Elísabet Mörk Ívarsdóttir
aðalmaður
Guðni Berg Hauksson
aðalmaður
Anton Berg Sævarsson
aðalmaður
Unnar Karl Stephensen Árnason
aðalmaður
Tómas Atli Björgvinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Bjarki Ármann Oddsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Bjarki Ármann Oddsson
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
1.
Námskeið fyrir ungmennaráð
Föstudaginn 10. janúar verður námskeið fyrir Ungmennaráð Fjarðabyggðar og Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs í Þingmúla, Egilsstöðum, frá kl. 10:00 til 15:00. Námskeiðið snýr að fundarsköpum, ábyrgð, þjónandi forystu, framkomu og fleiru tengt því að sitja í nefnd á vegum sveitarfélaga. Leiðbeinandi verður Stefán Bogi Sveinsson lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Ungmennaráð Fjarðabyggðar þakkar ungmennaráði Fljótsdalshéraðs fyrir boðið.
2.
Forvarnaráætlun 2020
Aðgerðaráætlun forvarnarstefnu Fjarðabyggðar er unnin í janúar á hverju ári og uppfærð jafnt og þétt yfir árið. Þar eru lögð drög að fjórum til fimm stærri verkefnum sem snúa að forvörnum og fræðslu til ungmenna, foreldra, starfsmanna og íbúa Fjarðabyggðar. Drög að aðgerðaráætlun unnin áfram í samráði við ungmennaráð.
3.
Ungt fólk 5.-7. bekkur Fjarðabyggð
Skýrsla Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk, nemendur í 5. - 7. bekk, í Fjarðabyggð lögð fram til kynningar. Skýrslan byggir á niðurstöðu könnunar sem lögð var fyrir alla nemendur á Íslandi í febrúar 2019. Nemendur voru spurðir um samband við foreldra, fjölskyldu og vini, líðan og stríðni, nám og skóla, íþrótta- og tómstundastarf, frítímann og barnasáttmálann.
4.
Starfsáætlun ungmennaráðs 2019-2020
Unnið í starfsáætlun ungmennaráðs fyrir árið 2020.