Fara í efni

Ungmennaráð

6. fundur
13. apríl 2023 kl. 16:30 - 18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Elín Eik Guðjónsdóttir aðalmaður
Margarette B. Sveinbjörnsdóttir aðalmaður
Manda Ómarsdóttir aðalmaður
Jóel Máni Ástuson aðalmaður
Hulda Lind Sævarsdóttir aðalmaður
Tinna Rut Hjartardóttir aðalmaður
Emilía Björk Ulathowska aðalmaður
Snjólfur Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
Eyrún Inga Gunnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Eyrún Inga Gunnarsdóttir Deildarstjóri tómstunda- og forvarnarmála
Dagskrá
1.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Málsnúmer 2011130
Ungmennaráð ræðir þennan valmöguleika með tilliti til kostnaðar, hvað kostar að niðurgreiða skólamáltíðir fyrir Fjarðabyggð og hvort það væri hægt að nýta þennan pening í eitthvað annað hjá sveitarfélaginu.

Starfsmaður ungmennaráðs beðinn um að vinna málið áfram. Athuga hvað þetta verkefni kostar á ári.
2.
Breyting á skólatíma
Málsnúmer 2011130
Ungmennaráð setur í hendur samfélagsmiðlastjóra að gera óformlega könnun á meðal nemenda um hvort nemendur séu tilbúnir til þess að fórna frímínútum fyrir seinkun á skóladeginum. Ungmennaráðið veltir upp valmöguleikanum að prufa verkefnið til eins árs.

Starfsmaður ungmennaráðs beðin um að vinnamálið áfram og safna frekari upplýsingum.
3.
Sundkennsla
Málsnúmer 2011130
Starfsmaður ungmennaráðs beðin um að vinna málið áfram og kanna þetta m.t.t. aðalnámskrár.
4.
Starfstími ungmennaráðs
Málsnúmer 2011130
Starfsmaður ungmennaráðs beðinn um að vinna málið áfram, búa til minnisblað og leggja fyrir bæjarráð.