Fara í efni

BRAS-að í áttunda sinn

Dags
20. september
Staðsetning
Austurland
Nú fer áttunda BRAS-hátíðin af stað og að venju verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir börn og ungmenni. Hátíðin er samstarfsverkefni fjölmargra aðila á Austurlandi – menningarmiðstöðva, skóla, stofnana, sveitarfélaga og Listar fyrir alla. Bras frá byrjun september til miðjan október.
Deildu

Stýrihópur BRAS sér um skipulagið og hafa menningarstofnanir þegar boðið verkefni inn í alla grunnskóla. Fjölmargir opnir viðburðir verða einnig á næstu vikum. Í ár bætist við samstarf við FabLab Austurland, UngRiff, Sögu Unnsteins og fleiri aðila.

Við vekjum sérstaklega athygli á viðburðum helgina 20.–21. september þegar listahópurinn Dans Afríka kemur í heimsókn. Nánari upplýsingar um heimsóknina verða kynntar síðar.

Hvetjum alla til að fylgjast vel með á Instagram og Facebook – og hlökkum til að BRAS-a með ykkur í allt haust.