Dagar myrkurs er hátíð sem haldin er stuttu eftir eða í kringum fyrsta vetrardag og hrekkjavöku. Hátíðn hefur það að markmiði að hvetja til samveru íbúa þar sem boðið er upp á fjölbreytta viðburði þar sem megintilgangurinn er að fagna myrkrinu, njóta samveru, hlúa að menningar arfinum og hvert öðru.
Breiðdalsvík
30. október
Tíu tónleikar Beljandi brugghús, kl. 20:30
Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leikur nýja og notaða tónlist ásamt sérstökum gesti, gítarleikaranum Guðmundi Arnþóri.
Viðburður á Facebook
2. nóvember
Vasaljósa-nammileit Lækjarkot, kl. 17:30.
Börn mæta með vasaljós og leita að nammi í myrkrinu.
Stöðvarfjörður
25. október
Haustsamkoma Heiðmörk 13, kl. 17:00-20:00
Boðið upp á súpu, bakkelsi, nammi og heitt kakó í garðinum/bílskúrnum. Einnig verður hrekkjavökkuspurningaleikur fyrir allan aldur.
28. október
Draugaganga Nýgræðingur, kl. 18:00
Gengið í gegnum Nýgræðinginn á Stöðvarfirði þar sem furðuverur þessa heims og annars liggja í leyni og gera sitt besta til þess að láta þér bregða.
30. október
Kvöldverður félags eldri borgara Balaborg, kl. 18:00
Jaspis, félag eldri borgara, verður við með opið á Balaborg, í húsi eldri borgra. Grín og gaman. Bjóðum upp á svarta grauta og súpu og svartari kökur en nokkru sinni fyrr í eftirrétt.
Draugahús Sköpunarmiðstöðin, kl. 15:00-18:00
Fyrir alla aldurshópa: Yngri hópur kl. 15 en svo verður hækkað í hryllingnum kl. 17.
Fáskrúðsfjörður
Enginn skráður viðburður.
Reyðarfjörður
27. október
Grikk eða gott kl. 17:00-19:00
Búningaklædd börn banka upp á í völdum húsum á Reyðarfirði (sjá Facebook-hóp). Galdra-Loftur leiklestur
31. október
Myrkvað tilboð Veiðiflugan, kl. 11:00-20:00
Glæsilegir afslættir á öllum fatnaði og skóm þennan eina dag.
Eskifjörður
28. október
Tíu tónleikar Tónlistarmiðstöð Austurlands, kl. 20:30
Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leikur nýja og notaða tónlist ásamt sérstökum gesti: Birgi Baldurssyni.
Viðburður á Facebook
31. október og 1. nóvember
Rómantískt villibráðarkvöld Randulffs sjóhús, kl. 20:00
Vinur okkar, Sigurður Daði Friðriksson, mun sjá um allskonar villibráðakræsingarnar og Andri Bergmann um ljúfa tóna í upphafi kvölds.
Borðapantanir: 6960809 eða mjoeyri@mjoeyri.is. Verð: 14.900 kr. á mann. Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Tilboð á allri gistingu á Mjóeyri þessi helgi.
Neskaupstaður
27. október
Kósí afmælisveisla Safnahúsið, kl. 17:00-19:00
Náttúrustofa Austurlands býður ykkur í 30 ára afmælisveislu. Kósíheit og kertaljós verða í fyrirrúmi. Stuttar kynningar verða á verkefnum Náttúrustofunnar og sum hver sérstaklega miðuð að börnum. Frekari dagskrá auglýst á miðlum Náttúrustofunnar. Léttar veitingar. Öll velkomin, bæði börn og fullorðnir í notalega, fræðandi og nærandi stund.
Hryllingshús Verkenntaskóli Austurlands, kl. 17:00-20:00
Árlegur hrekkjavökuviðburður sem listaakademía Verkmenntaskóla Austurlands stendur fyrir á heimavist skólans. Húsið er opið öllum þeim sem þora að láta hræða sig en hentar ekki ungum börnum.
1. nóvember
Tónleikar Tónspil
Í tilefni útgáfu sólóplötu Halldórs Warén en hann hefur verið viðriðin tónlist lengi, beint og óbeint, í gegnum útgáfufyritækið WarénMusic. Hann spilar með orgeltríóinu VAX, gaf hann út spiladósardiskinn Bíum Bíum, ásamt því að framleiða, hljóðrita og spila á hljómplötunni Kjuregej (Lævirkinn) sem fékk meðal annars íslensku tónlistarverðlaunin. Mest hefur Halldór framleitt, eða unnið með öðrum listamönnum við þeirra hugarefni, en kemur fram í þetta sinn eingöngu með eigið efni, tónlistin er saminn á 20 ára tímabili og er öll með enskum texta.
Viðburður á Facebook
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Endilega fylgist með á heimasíðunni, íbúasíðum á Facebook, heimasíðu Daga myrkurs og hjá viðburðahöldurum.
