Dagar myrkurs er hátíð sem haldin er stuttu eftir eða í kringum fyrsta vetrardag og hrekkjavöku. Hátíðn hefur það að markmiði að hvetja til samveru íbúa þar sem boðið er upp á fjölbreytta viðburði þar sem megintilgangurinn er að fagna myrkrinu, njóta samveru, hlúa að menningararfinum og hvert öðru.
Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.