Föstudagseftirmiðdag 7.nóvember stoppar Rithöfundalestin á Breiðdalsvík. Upplesturinn verður klukkan 16:30 í Gamla Kaupfélaginu.
Árleg ferð Rithöfundalestarinnar um Austurland verður 6.-9. nóvember. Í ár eru eftirtaldir höfundar í lestinni: Ásgeir Hvítaskáld sem kynnir sögulega skáldsögu um austfirska atburði sem heitir Saklaust blóð í snjó; Nína Ólafsdóttir með sína fyrstu skáldsögu, Þú sem ert á jörðu, sem hefur fengið góða dóma; Óskar Þór Halldórsson með áhugaverða bók um Akureyrarveikina, Ása Þorsteinsdóttir er með ný útkomna ljóðabók, Hjartrað varð eftir og Gunnar Helgason kynnir sína nýjustu barnabók, Birtingur og símabannið mikla. Á hverjum stoppistað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og mögulega bætast fleiri rithöfundar í hópinn. Hægt er að kaupa bækurnar sem kynntar eru á staðnum.
