Öldungaráð Fjarðabyggðar og félög eldra fólks halda mánaðarlega fræðslu og í þetta sinn ætlar Sigurjón Rúnarsson sjúkraþjálfari og eigandi Heilsuhreysti á Reyðarfirði að koma til okkar. Hann fer meðal annars yfir þær líkamlegu breytingarnar sem fylgja hækkandi aldri, hvað hægt er að gera til að vinna gegn afleiðingum þeirra og gefur einföld ráð til að draga úr algengum verkjum. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin og hvetjum alla 60 ára og eldri til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.
Fræðsla fyrir eldra fólk
Dags
27. nóvember
Kl.
17:00 - 18:30
Staðsetning
Skólavegur 39, Fáskrúðsfirði (Glaðheimar)
Hvernig breytist líkaminn með hækkandi aldri og hvað getum við gert til að halda heilsu?
