Við viljum bjóða alla hjartanlega velkomna á opið hús í Skála að Búðareyri 10, Reyðarfirði, þar sem skammtímadvölin Lundur er til húsa. Markmið opna hússins er að kynna starfsemina og þjónustuna sem í boði er fyrir börn með langtíma þjónustuþarfir og fjölskyldur þeirra.
Foreldrar, börn og aðrir fá tækifæri til að hitta starfsfólkið, spyrja spurningar, skoða aðstöðuna og húsnæðið.
Að auki verður í boði að skreyta piparkökur og drekka heitt kakó.
Við hlökkum til að sjá sem flest!
