Hernámsdagurinn endurvakinn í blíðunni á Reyðarfirði
05.07.2025
Hernámsdagurinn fór fram á Stríðsárasafninu í dag eftir þriggja ára hlé. Greinilegt var að bæjarbúa var farið að þyrsta eftir bæjarhátíðinni því yfir 150 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum og alls komu yfir 200 manns á safnið í dag. Veðrið lék við okkur á safninu þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá tengda hernáminu.