Skíða- og brettafólk í Fjarðabyggð hefur einnig fleiri ástæður til að gleðjast en samþykkt var einnig á sama fundi að kaupa nýjan snjótroðara fyrir skíðasvæðið. Snjótroðarinn er af tegundunni PistenBully 600 en sú tegund þykir ein sú allra besta á markaðnum. Afhending snjótroðarans fer fram í janúar 2017.