Fara í efni
16.06.2015 Fréttir

Framkvæmdir í Neskaupstað

Deildu

Á Neseyri er Fjarðabyggð að byggja nýjan átta deilda leikskóla og einnig er verið að leggja nýja útrás frá bökkum og út í sjó á Neseyrinni en með því leggst svokölluð fallbyssa af.

Byggingarfélagið Nes er að byggja fjögurra íbúða raðhús á Sæbakka.

Í miðbænum er Nestak að byggja við Hafnarbraut 15, þar sem Lyfja er til húsa. Þegar viðbyggingin er tilbúin mun Vínbúðin einnig verða þar til húsa.

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir í Tröllagili eru að taka enda og stefnir verktaki á að ljúka verkinu í byrjun ágúst.