Jólasveinar voru auk þess á ferð á Reyðarfirði í dag, í tilefni af því að kveikt var á jólatrénu. Þá voru þeir á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði í gær og vöktu að vanda mikla lukku.
Fyrstu jólasveinarnir komu til Fjarðabyggðar þegar á föstudaginn var, þegar Mjófirðingar tendruðu ljósin á jólatrénu sínu. Þá verða þeir aftur á ferð næstkomandi laugardag, þegar kveikt verður á jólatrénu á Eskifirði.