Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur í starfsemi sinni lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Launaúttekt sveitarfélagsins leiddi nýlega í ljós að bæði kyn standa jafnfætis í launakjörum hjá sveitarfélaginu og hlaut Fjarðabyggð gullmerki PwC því til staðfestingar.
Það er markmið sveitarfélagsins að viðhalda þeirri stöðu og greina launaumsýslu þess ítarlega með reglubundnum launatúttektum líkt og síðastliðið vor.