Nánari lýsingar á sumarstörfum og vinnuskóla:
Sumarstarfsmenn Þjónustumiðstöðva Fjarðabyggðar: 16 ára og eldri sem vinna við ýmis umhverfisverkefni hjá sveitarfélaginu. Verkefnin flokkast í tvennt: Grófari vinna er t.d. vélavinna eins og sláttur og orfun, undirbúningur fyrir malbikun, hellulögn ofl. Fín vinna er t.d. undirbúningur og viðhald blóma- og runnabeða, plöntun blóma og trjáa, tína rusl o.m.fl.
Flokkstjórar Vinnuskóla Fjarðabyggðar: 20 ára og eldri. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. og 9. bekk grunnskóla. Störf þeirra eru létt garðyrkjustörf s.s. hirðing blómabeða, almenn fegrun bæjarins, plöntun blóma og trjáa, sláttur og rakstur á minni svæðum íbúabyggðar o.m.fl.
Störf í vinnuskólanum fyrir unglinga í 8. og 9. bekk grunnskóla. Létt garðyrkjustörf s.s. hirðing blómabeða, tína rusl, plöntun blóma og trjáa, sláttur og rakstur á minni svæðum íbúabyggðar o.m.fl.
Fræðsla á vegum skólans er fyrir 8. bekk viku kynning hjá VA, 9. bekkur viku kynning hjá Sjávarútvegsskólanum og fyrir báða bekkina einn dagur á vegum Landgræðslunnar - "að lesa landið".
Vinnutími í vinnuskólanum: 14 ára 4 klst. á dag í 4 vikur, 15 ára 4 klst. á dag í 6 vikur.
Vinnuvikur vinnuskólans sem hægt er að velja um eru: Vika 23, 6. júní til og með viku 33, 18. ágúst.
Einungis verður hægt að sækja um sumarstörf, flokkstjórastöður og vinnuskóla á rafrænuformi í gegnum íbúagátt á vef Fjarðabyggðar.
*Nánar um launaflokk starfanna sem og annað fyrirkomulag mun verða kynnt nánar um leið og opnað er fyrir rafrænar umsóknir á vefnum.